Eimreiðin - 01.01.1959, Page 55
Oé var
~ A morgun er öllu lokið.
Aslaug hniprar sig saman í rúminu, eins og undan höggi.
Aú hefur hún loksins tekið ákvörðun, eftir margar and-
vókunætur og mikið hugarstríð. Hún veit nú, að hún hefur
^kki þrek til þess að fara að heiman. Hún getur ekki tekið
Öísu litlu frá pabba hennar og frá afa og ömmu. Og hún
netur ekki heldur skilið hana eftir. Hún veit líka, að nú
'erður hún að sleppa Gunnari fyrir fullt og allt.
~~ Þú verður að velja, hefur hann svo oft sagt við hana.
bú veizt, að ég vil annaðhvort allt eða ekkert.
Auðvitað veit hún það, og sjálf getur hún ekki heldur lif-
‘'ð við blekkingar og svik. Og þó veit hún ekki, hvað hún
liefði gert, ef Gunnar hefði ekki verið nógu einbeittur. Verst
er» að hann r ill ekkert hjálpa henni í þessari baráttu.
~ Þú mátt ekki hugsa um mig, segir hann. Gerðu það,
Seni þér finnst sjálfri réttast.
Nei. Hún ætlar ekki að fara að rifja þetta upp enn einu
Slnni- Hún er löngu búin að hugsa sig þreytta. Þó getur húxr
ekki gert sér neina grein fyrir því, hvað það er, sem ræður
úrslitum.
Er það í raun og veru hugsunin um Dísu litlu, eða er það
einhvers konar skyldurækni, eða er það hreint og beint hug-
eysi? Hún veit það ekki.
En það er henni þó ljóst, mitt í þessu hugsaira öngþveiti,
1 úeiriri þykir væirt um manninn simr, þrátt fyrir allt, og
1111 tekur næi'ri sér að þurfa að særa hann.