Eimreiðin - 01.01.1959, Síða 56
40
EIMREIÐIN
Hann hefur alltal: verið henni góður, og i'yrstu árin með
honum voru yndisleg. En jtað var eins og hitinn og fögnuð-
urinn fjaraði fljótlega út í sambúðinni, og hversdagsleikinn
varð svo ömurlega grár.
— Við verðum að sætta okkur við lífið, þó að það sé ekki
óslitin hátíð, sagði liann einu sinni, þegar hún var að kvarta
við hann.
Það hafði verið óslitin hátíð, fyrst veruleg hátíð og síðan
endurskin þeirra liátíðisdaga.
Auðvitað hlaut breytingin að liafa kornið smárn saman. En
það var samt líkast því, að hún kæmi snögglega, vegna þess
hve hún reyndi að loka augunum fyrir því, að nokkuð væri
að. Henni fannst að minnsta kosti, þar sem hún sat með Dísu
litlu í fanginu og hugsaði um pabba hennar, að það hefði
skyndilega dimmt og kólnað í kringunt hana. Hann var þá
nýfarinn út og hafði kysst hana lauslega á kinnina. Þá var
það, sem henni fannst hann vera ókunnugur maður, og henni
tókst ekki að losna við þá tilfinningu aftur.
Hún reyndi að tala unt þetta við hann, en hann skildi
hana ekki. Hann var líka störfum hlaðinn og vildi hafa
hvíld og ró, þegar hann var heima.
Nei, hún ætlar ekki að fara að rifja þetta upp. Sjálfsagt
hafði hún ekki farið rétt að. Það sá hún um seinan. Hún
vill ekki hugsa um, hvernig hún reyndi að bæta sér upp utan
heimilis þau vonbrigði, sem hún hafði orðið fyrir, og garnlir
kunningjar tóku henni opnum örmum og Itjálpuðu henni
til þess að njóta lífsins á ný, eða öllu heldur gleynta því.
— Það er gott, að þú skemmtir þér, sagði maðurinn henn-
ar og leit á hana um leið stórum, sorgbitnum augum, sent
fylgdu henni í vöku og svefni.
Hann hefði getað hjálpað henni þá, ef hann hefði talað við
liana, minnt hana á gamla daga og sagt, að hann gæti ekki
misst hana, eða gert eitthvað annað en ganga um, þögull og'
þungbúinn, og láta þó eins og honum væri sama um hana.
Nei. Ekki að liugsa um þetta.
Hún er búin að taka ákvörðun og ætlar að eiga aðeins þenn-
an eina dag.
Gunnar.......