Eimreiðin - 01.01.1959, Page 60
44
EIMREIÐIN
Nú kemur það, hugsar hún og grípur glasið í fáti og
drekkur drjúgt borð á það.
— Ég átti ekki við, að þú drykkir það eins og mjólk, seg-
ir Gunnar hlæjandi.
— Er Jrað Jrá ekki meinlaust? segir Aslaug og reynir að
hlæja.
— Jú, auðvitað. Skál, Áslaug. Nú drekkum við skál dagsins.
Þau dreypa á glösunum og sitja Jrögul um stund. Svo lýt-
ur Gunnar niður að henni og segir:
— Ég þakka þér fyrir þennan dag og alla dagana okkar,
Áslaug.
— Nei, nei, segir hún. Ekki að kveðjast. Dagurinn er ekki
nærri liðinn enn Jrá, og svo. . .
Hún Jragnar, veit ekki, hvað hún á að segja.
Gunnar hallar sér út af og horfir upp til hennar.
— Vertu ekki döpur, segir hann. Sólin er liátt á lofti og
hvergi nokkur skýhnoðri.
— Ég er ekki döpur, flýtir Áslaug sér að segja og strýkur
um hárið á honum.
— Ég get hulið liöndina í hárinu á þér.
— Það er svo lítið að hylja, segir hann og Jrrýstir hend-
inni að vanga sér.
— Ég varð fyrst hrifin af hárinu á þér, segir Áslaug.
— Mundi það hjálpa, ef ég rakaði Jrað af mér?
— Nei, |:>að hjálpar ekki neitt nú orðið.
Gunnar tekur glasið sitt og drekkur í botn. Hann hellir
í Jrað aftur og bætir í glas Áslaugar.
— Mig syfjar alltaf svo mikið, ef ég smakka vín, segir hún.
— Þá leggjum við okkur svolitla stund inni í tjaldinu.
— En ég vil ekki sofna, segir Áslaug.
— Við þurfum ekki að sofna, og þú hefur gott af að hvíla
þig, segir Gunnar.
Þau láta matinn niður aftur og fara inn í tjaldið.
— Við hugsum okkur, að þetta sé fyrsta nóttin í landnám-
inu okkar, segir Gunnar og vefur Áslaugu að sér.
—Hjálpaðu mér til Jress að halda tímanum föstum, hvísl-
ar hún. Ég er svo hrædd.
Hún snýr andlitinu að honum. Það er fölt og augun full