Eimreiðin - 01.01.1959, Síða 61
EIMREIÐIN
45
aí tárum. Hann kyssir hana á augun og kinnarnar. Kossar
l^ans eru heitir eins og geislar sólarinnar.
— Nú spretta rauðar rósir á vöngum þínum, segir hann.
^essa mynd af þér geynri ég til æviloka.
— Hjálpaðu mér, Gunnar, segir hún.
Hann kyssir hana, þegar hún ætlar að segja honum, að
hún geti ekki misst hann núna, aldrei. En hann verði samt
gefa henni nýjan frest. Það er líka eitthvað annað, sem
hún ætlar að segja honum, eitthvað, sem hún getur ekki
munað.
Hísa litla er nú langt í burtu. Hún er einhvers staðar með
aia og ömmu, og henni líður vel hjá þeim.
— Komdu til mín, hvíslar Gunnar.
Hún brosir við honum, og allar áhyggjur hverfa. Það er
Vndislegt að hvílast og gleyma.
Aslaug opnar augun. Gunnar situr uppi og horfir á hana.
— Ég hef þó ekki sofið? spyr hún hrædd.
~~ Jú, þú svafst, segir Gunnar, og þú brostir í svefninum
etns og lítið barn. Ég fór að hugsa um, þegar \ið sáumst
lyrst. Þú hafðir dottið á skíðum og lást í snjónum. Þá brost-
irðu svona við mér, þegar ég var að Iijálpa þér. Manstu
eftir því?
— Hvort ég man það, segir Áslaug. Mér fannst þá, að ég
hefði lengi beðið eftir þér.
Þau
þagna bæði skyndilega. Áslaug rís upp og lítur út úr
^jaldinu.
— Æ, því léztu mig sofa svona lengi? segir hún. Sjáðu,
hvað sólin er farin að lækka á lofti.
Þau fara út og líta bæði um öxl í tjalddyrunum. Hvor-
u§t þeirra minnist á mat, en þau fá sér að drekka og sitja
Svo lengi þögul og liorfa á, hvernig deginum hallar.
~ Attu enn þá rauða kjólinn, sem þú varst í, þegar þú
homst til mín í fyrsta skipti? spvr hann.
~~ Ja> og ég ætla alltaf að eiga hann.
Löng þögn.