Eimreiðin - 01.01.1959, Page 62
46
EIMREIÐIN
— Þú spilar fyrir mig lagið rnitt, næst þegar ég kem til
þín, segir hún.
— Næst, já.
Þögn
— Nú horfum við á eftir deginum. Hann fer orðið svo
hratt, segir hún döpur.
— Ég hefði viljað kveðja daginn hérna, segir Gunnar.
Hún lítur spyrjandi á hann.
— Ég þarf að vera kominn heim nokkru áður en „Goða-
foss“ fer í kvöld.
— Þekkirðu einhvern, sem fer nreð honum? spyr hún.
— Já, ég þekki mann, sem ætlar með honum, segir hann.
Hún spyr ekki meira, en furðar sig, og það er ekki laust
við, að henni sárni. Ekki hefði hún látið neinn skerða dag-
inn þeirra.
Það styttist nú óðunr til sólarlagsins. Þau taka ofan tjald-
ið og búa um farangurinn.
Gunnar lrjálpar henni í kápuna.
— Nú skulunr við kveðjast, segir hann svo.
— Verðunr við ekki samferða?
— Jú, en við verðunr ekki ein.
Áslaug skilur ekkert í þessu. Hvers vegna spyr hann ekki
neins? Hún hafði þó fyrir löngu lofað að vera búin að taka
ákvörðun fyrir þennan dag. Það gat þó ekki verið, að hann
hefði gleymt því. . .
— Viltu ekki kveðja nrig, Áslaug?
Gunnar lrorfir á lrana, allt öðruvísi en nokkru sinni áður.
Svo kveðjast þau — og leifturhratt birtast liðnar stundir.
Þær líða unr hugann í myndunr og mjúkum tónunr.
Nú finnur hún, að ekki er eftir neinu að bíða. Þetta er
lífið sjálft, og hún getur ekki sleppt því.
- Nú verðunr við að flýta okkur, segir hann. Annars kenr
ég of seint.
Jæja, það er þá bezt að segja ekkert núna, fyrst liann hef-
ur svona nauman tíma. Hún getur farið til hans undir eins
á morgun.
Þegar þau koma niður á veginn, bíður bíll eftir þeim.