Eimreiðin - 01.01.1959, Side 72
56
EIMREIÐIN
íslandi. Annríki hans hefur gert þær framkvæmdir minni
en hann myndi óska. Konu sína, sem hann unni hugástum,
missti hann kornunga frá tveimur börnum, svo að hann varð
að vera þeim bæði faðir og móðir. Faðir hans gat ekki til
lengdar verið án aðstoðar hins mikla málamanns í verksmiðj-
unni, og svo fór að lokum, að hann tók við stjórn hennar og
gerðist framkvæmdastjóri.
Norðan Hálsingjaborgar, á stað sem Salteyri nefnist, byggði
liann sér sumarbústað; þar er draumalandið hans. Þar dvaldi
hann oft á sumrin ásamt börnum sínum og vinum þeirra, og
nú hópast barnabörnin þangað líka. Húsbóndinn talaði jafn-
auðveldlega ensku, þýzku, frönsku, ítölsku og íslenzku, og
allra þjóða fólk, ekki sízt fátækt æskufólk, var allt jafnvel-
komið í sumarbústaðinn.
Seinni heimsstyrjöldin brauzt út. Þúsundir manna urðu að
flýja heimalönd sín. Meðal flóttamanna í Svíþjóð voru marg-
ir danskir Gyðingar. Viggo Zadig opnaði heimili sitt fyrir
þessu fólki, sem flestallt hafði sloppið allslaust yfir sundið.
Heimsborgarinn Viggo Zadig hefur víða farið, og í mörg-
um löndum á hann góða vini. En rótgrónust er samt tryggð
hans við íslenzkuna og allt, sem íslenzkt er. Árið 1930 kom
hann á Alþingishátíðina, og 1948 heimsótti hann ísland í
þriðja sinn.
Þótt hann sé nú farinn að nálgast áttrætt, er hann enn létt-
ur í lund og fullur áhuga á hvers konar menningannálum,
og enn klæðir hann íslenzk ástarljóð í sænskan búning. Og
aldrei gleymist honum að spvrja, þegar þess er kostur:
„Hvað er að frétta af Fróni?“