Eimreiðin - 01.01.1959, Síða 73
Haiis Hylen
— norskur ástvlnur íslands
og íslenzkra Ijóða —
eftir Ivar Orgland.
I.
LIDARHEIM (Hlíðarheimur) heitir heimili hins aldna
Llandsvinar, Hans Hylens í Noregi, og stendur fyrir botni
^audafjarðar á Norður-Rogalandi, þar sem þorpið Sauda
er þýðingarmikill iðnaðarstaður. Nafnið Lidarheim minnir
ei§i að síður á tærara loft en það, sem einkennir verksmiðju-
hverfin nú á dögum. Flestir Norðmenn, sem heyra nafnið,
’^iunu hugsa til Gunnars frá Hlíðarenda; og mér liggur við
kalla Hans Hylen eins konar norskan Gunnar, sem allra
manna erfiðast mundi eiga með að vfirgefa ættaróðal sitt,
P° að líf hans væri í alvarlegri hættu. Að vísu er Hylen fædd-
111 mnst inni í Hylsfirðinum, en hann er ekki langt í burt,
Sv° þetta skiptir litlu máli. Umfram allt er Hylen hrein-
r:gktaður Rogalendingur og Norðmaður, og einmitt þess vegna
tvnkill íslandsvinur. Alla sína ævi hefur hann tekið virkan
P.att t baráttunni fyrir norsku máli í Noregi, þ. e. a. s. alnorsku
ntmali, í þeirri mynd, sem Ivar Aasen gaf oss sitt landsmál: —
meðþví átti hann við eina tungu (ritmál) fyrir allt landið, en
nafninu var breytt í nýnorsku, er ber að skilja sem sögulegt
nafn, sbr. fornnorsku, miðaldanorsku. Hans Hylen viðurkenn-
lr ekkert annað mál sem norskt; og mér er ógleymanlegt, þeg-
ai ég hitti Hylen í fyrsta skipti í Sauda í ágúst 1953 og fór
að tala við hann ,,Óslóar-bókmál“, eins og ég hafði vanizt á í
ölngarstað mínum. Honum var kunnugt um, að ég notaði
'^julega nýnorsku sem ritmál; og þegar hann þá heyrir,
eg er að nota hitt málið, bregður hann við, og rödd hans