Eimreiðin - 01.01.1959, Blaðsíða 74
58
EIMREIÐIN
virðist mér næstum
því sár, er hann segir:
„Nei, er það nú svo,
að þú talir dönsku.“
— hað var alls enginn
glettnistónn í rödd
hans; og auðvitað fór
ég þá strax að tala ný-
norsku og hef síðan
ekki mælt fleiri orð á
,,dönsku“ við hinn
stefnufasta norsku-
mann.
Tilgangur þessa
greinarkorns er ekki
að rekja ævi- og starfs-
feril Hylens. Um
hann má lesa í ýtar-
legri grein eftir pró-
TT rr , fessor Richard Beck í
Hans Hylen . . .
4. hefti Etmreiðarinn-
ar, okt.—des. 1952.
Það, sem mig langar til, er að gefa íslenzkunt lesendum dálitla
mynd af manninum og umhverfi lians, reyna að lýsa honum
eins skýrt og mér er unnt, og því næst fjalla um þann þátt
í bókmenntastarfi hans, sem mun vera langt um mikilvægast-
ur: Ijóðaþýðingar hans úr íslenzku.
II.
Hinn 82 ára gamli, en síungi íslandsvinur, Hans Hylen,
var búinn að vera skólastjóri við barnaskólann í Sauda og
þar að auki forsöngvari í kirkjunni um marga tugi ára, þeg-
ar hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 1946. En ljóðskáldið,
sálmaskáldið og þýðandinn þurfti, sem betur fór, ekki að
láta af störfum, og því starfi hefur nú Hylen getað helgað
sig óspart. Síðasta ljóðabók hans, Bl0mande kvistar, kom út
síðastliðið haust, og heiti bókarinnar þykir táknrænt fyrir