Eimreiðin - 01.01.1959, Page 75
EIMREIÐIN
59
skáldið. Hann er maður blómgunar og bjartsýni, þó að út-
Htið sé ekki glæsilegt. Á heimili Hylens, Lidarheim, blómg-
ast allt og gTær, bæði utan húss og innan. Utan húss, í hlíð-
tnni, veita trén hið bezta skjól gegn veðri og vindi, svo að
tósirnar í garðinum geta náð fullum þroska. Innan húss, í
skjóli trúarinnar, vonarinnar og kærleikans, blómgast hinir
andlegu kvistir skáldsins. Lífsskoðun Hans Hylens er lífs-
skoðun kristins bjartsýnismanns. Hann er í senn þjóðlegur og
kristinn hugsjónamaður, heitur ástvinur æsku og barna. Sjálf-
Ur varð hann fyrir þeirri óhamingju, að æskuunnusta Iians
dó; 0g f;'iar línur munu lýsa afstöðu hins trúa og trygga ást-
'tnar betur en annað erindið í kvæðinu Eit bilete (Mynd),
seni er upphafskvæðið í Bl0mande kvistar:
Ein vár dá lieggen Idómde, ho brádleg d0ydde frá meg,
og livet vart ei 0ydemark i mange, lange ár.
Eg skynar ikkje desse som slikt kan slá i frá seg,
for alt kring henne minnest eg, ja, som det var i gár.
Hylen hefur aldrei kvænzt. Heimur andans er rómantískri
Sal hans raunverulegri en flestum öðrum nútímamönnum, og
Par heldur hún áfram að lifa og taka þátt í lífi hans. Hylen
e) maður hjartagæzku og góðvildar. Hann er heitur mann-
'uiur, °g ást hans til andlegs frelsis kemur víða fram. En and-
egt frelsi á ekkert skylt við lögleysi og siðleysi. Þess krefst
laun, að menn hafi stjórn á lífi sínu; og eins og blaðamað-
Ul komst einu sinni að orði, virðist Hylen við fyrstu kynni
næstum því hennannlegur á svip og Hkamsburð, en aðeins
Mð fyrstu sjón. Bros breiðist yfir andlit hans, björt augu
a°s ljóma, og ljúfmennska hans og hjartagæzka eru alls
táðandi.
III.
Það var ást okkar beggja til íslands, sem leiddi okkur sam-
an' Og þessa ást mina á ég að miklu leyti honurn að þakka.
Haustið 1944, á því dapurlega stríðsári, rakst ég einu sinni
tilviljun á bók, sem var á boðstólum í hinni stóru bóka-
^ýfzlun Nils Sund í Haugasundi. Nafnið á bókinni: Millom
' enclar, Islendsk Lyrikk, ásamt hinni stórbrotnu teikningu