Eimreiðin - 01.01.1959, Side 89
Tvennir tímar
eftir Guðmund Gíslason Hagalín.
Við, sem orðin erum meira en miðaldra, munum sannar-
lega
tvenna tíma á þessu landi. Við munum þá tíð, að verka-
menn og sjómenn bjuggu við atvinnuleysi mikinn tíma árs-
llls> óhagstæð og oft hættuleg vinnuskilyrði, langan vinnu-
■'tna, þröng og köld og óholl húsakynni, ávallt lélegt og oft
°fullnægjandi viðurværi og stundum hreinan og beinan skort.
voru og aðstæður sjómanna engan veginn góðar. Farkost-
unir voru opin skip, knúin handafli gegn sjó og stormi og
Seglskútur, þar sem híbýlin voru ein kompa, sem 10—20 menn
kulduðust í, kompa, sem var allt í senn, svefnhús, borðstofa,
eldhús og geymsla fyrir saltmengaðan fatnað og sjódrjúpandi
hlífðarföt. Um aðbúð og viðurværi í landi var svipað ástatt
°g hjá verkamönnunum. Eins og þeim var skammtað kaupið,
'0ru sjómönnunum skikkuð hlutaskipti og fiskverð. Og þann-
'g var um hvora tveggja, að sæju þeir sig kntiða til að leita
aðstoðar meðbræðranna, var þeim skammtað naumlega og
’Ueð eftirtölum, og ef þeir voru ekki búnir að vera í fullan
‘Uatug búsettir í sveitinni eða kaupstaðnum, áttu þeir víst
að vera fluttir til fyrri heimkvnna með konu og börn í lest-
111111 á einhverju danska skipinu, þar sem á þá og þeirra var
nið eins og skynlausar skepnur. Þá gat líka komið fyrir,
að heimilinu væri sundrað, börnunum ltolað niður hér og
Par Iijá lægstbjóðanda. Og ef dauða heimilisföðurins bar að
10ndum, mátti ekkjan og börnin eiga slíkan viðurgerning
al\'eg vísan. Þá var það og lengi vel, að flestir verkamenn og
sJ°menn voru settir hjá um kosningarrétt og kjörgengi, og
llað var ekki fyrr en eftir að beinna áhrifa þessara stétta var
tekið að gæta verulega á Alþingi, að það varðaði ekki missi
díks réttar að þurfa á að halda hjálp samfélagsins, þó að
lennar væri leitað eingöngu vegna slysfara, sjúkdóma, skorts