Eimreiðin - 01.01.1959, Blaðsíða 90
74
EIMREIÐIN
á atvinnu eða sakir sérlega mikillar ómegðar. Auk alls þessa
var svo raunverulega litið niður á þessar stéttir, og loks urðu
þær að þola atvinnu- og skoðanakúgun, var af þeirn heimtað,
þrátt fyrir litla umbun, erfið störf og oft beina lífshættu,
að þær væru þeim máttarstólpum auðsveipar, sem vildu vera
svo náðugir að nýta vinnu þeirra sér til auðgunar, vegs og
valda. Og sannleikurinn er sá, að margir, já, fjölmargir úr
hópi hinna vinnandi stétta á mölinni — eins og það var kallað
— litu á sig og sína sem óæðri verur en þá, sem höfðu fé,
embætti og völd, og töldu sjálfsagt að sýna ráðamönnum at-
vinnulífsins auðsveipni í hvívetna, sættu sig sannarlega við
að vera þeirn mun verr settir en lrúsdýrin, að raunverulegum
eigendum þeirra bar rétturinn til að mjólka þá og rýja, nota
þá eftir vild til dráttar og áburðar, en hins vegar ekki nein
lagaskylda til að sjá þeirn farborða. Og í ellinni beið þeirra
flestra þröngur kostur, náðarbrauð á vegurn snauðra afkom-
enda eða neyðarmata á vegum samfélagsins. Á bernskuárunr
nrínum kom það fyrir, að þegar ég spurði gamalt fólk um
endalok einhvers, sem það var að segja mér frá, að svarið
var: „Hann — eða hún — dó úr ófeiti.“ Það felur hreint
ekki í sér ómerkilega sögu, þetta eina orð. Enginn skyldi þó
Iralda, að ekki lrafi manndómur og röggsemi leynzt með
þessu fólki. Það sýndi sig, þegar sérstaklega stóð á, og þá ekki
sízt á sjónum. Verður nrér þar fyrir að nrinnast fátæks, fá-
kunnandi og auðmjúks sjómanns, senr flutti tvo geistlega
herra, prófast og prest, yfir fjörð, stóð bugtandi og berhöfð-
aður í bátnum, þegar þessir nrektarmenn stigu út í hann, en
breyttist, þegar vindur blés og báru ýfði, og ávarpaði þá
guðsnrennina svofelldum orðum: „Róðu djöfull, austu and-
skoti!“ Þegar háskinn var liðinn hjá, var hann sami geðfelldi,
skikkanlegi og auðmjúki þénarinn, senr Irjálpaði fyrirmönn-
ununr berhöfðaður upp úr bátnunr og leit með mikilli og
hefðbundinni virðingu á þeirra svörtu frakka og hvítu lráls-
lín. ... En svo hin upprennandi kynslóð þessara tíma, börn
þessa þrúgaða og fátæka fólks? Hverra kosta átti hún völ?
Allra, nrundu sunrir svara. En liitt er satt, að svo var leið
þeirra til fræðslu og franra örðug, að nærri lá, að til þess
þyrfti ekki aðeins dirfsku og framtak, lreldur beinlínis ófyrir-