Eimreiðin - 01.01.1959, Page 92
76
EIMREIÐIN
margvíslegar þjáningar og vonbrigði þjarmað að hið innra,
en gert sér grein fyrir því við bjarma fortíðarinnar, hver verð-
rnæti höfðu reynzt liafa raunverulegt gildi og orðið réttari,
skyggnari og raunverulega bjartsýnni í anda, eftir því sem
meira mæddi á þeim og nær dró leiðarlokum. Og einmitt
það fólk, sem í þessa átt hafði þróazt, það var brjóstfylking
sú, sem allir íslenzkir endurreisnarmenn áttu að þakka sigra
sína, menn verkalýðshreyfingarinnar ekki síður en aðrir, fólk-
ið, sem reyndar mat mikils liærra kaup, styttri vinnutíma,
aukið vinnuöryggi, betri föt og fæði og stærri og heilsusam-
legri húsakynni, en rétturinn til að lifa sem andlega frjálsar
manndómsmanneskjur var raunar verðmætastur alls.
En á fleira hafa orðið rniklar og róttækar breytingar á síð-
ustu áratugum en á rétti og kjörum verkamanna og sjómanna.
Erlend áhrif hafa oltið inn yfir landið, óvalin með öllu, mörgu
hinu gamla, sem sýnt hafði sitt lífsgildi, verið fleygt sem úr-
eltu, og annað svo sem orðið kafið flóðinu eilenda. Það er
haft ískyggilega hátt og látið grunsamlega óðslega. Mér hafa
stundum dottið í hug tröllin, sem æptu í eyru mennskra
manna til að trylla þá. Og hver mundi vera tilgangurinn með
öllum hávaðanum, með skrípasýningunum, með gylliboðun-
um, með vímutöfrum veizlusala og gildaskála? Hver annar
en sá að villa um vit og ábyrgðartilfinningu þeirra, sem raun-
verulega vinna fyrir verðmætum, hvort sem þeir leggja stund
á líkamlega vinnu eða andlega — og fá þá til að grýta fé
sínu í ginhítir sníkjudýranna? En rnundi ekki vera sótzt eftir
fleiri verðmætum, rnundi ekki verða reynt að villa svo um
alþýðuna, að hún noti frelsi sitt og rétt sinn til þess að flevgja
þessum dýrmætum frá sér og fá þau öðrum til velþóknan-
legra afnota? „Hugstola mannfjöldans vitund og vild er villt
um og stjórnað af fám,“ sagði hinn sjálfmenntaði skáldspek-
ingur, Stephan G. Stephansson. Annar skáldspekingur, Stein-
grímur Thorsteinsson, sagði: ,,Og jafnvel úr hlekkjunum sjóða
má sverð í sannleiks og frelsisins þjónustugerð." En væri
ekki hugsanlegt, að segja mætti: Jafnvel úr frelsinu sjóða
má sverð í svika og kúgunar þjónustugerð?
Alþýðan við sjóinn verður að gera sér grein fyrir því, að
þarna sé þörf á að spvrna fótum við, ef hún á ekki að glata