Eimreiðin - 01.01.1959, Side 94
78
EIMREIÐIN
þjóðmál, félagsmál, trúmál, bókmenntir og listir án kreddu
og kenningafjötra, þar senr kynnt sé hið nýja jafnhliða hinu
gamla, þar sem lagður sé mælikvarði vitsmuna, þekkingar
og reynslu á kenningar, hugmyndir og hugsjónir, þar senr
hinir ungu fái fundið það og notið þess, að þeir séu hið innra
gróandi akur mannvits, þroska og menningar, en ekki villi-
skógur nautna og fýsna?
Minnist hins liðna, ekki til að verða að saltstólpum í eyði-
nrörk stöðnunarinnar, heldur til varnaðar og til örvunar í
starfi og stríði fyrir auknum manndómi og meiri, fjölþætt-
ari og glæsilegri menningu. Og gleymið því aldrei, að sjálf
kjarabaráttan er vegur, en ekki takmark. Ykkur ber að minn-
ast, með tilliti til vettvangs sanrfélagsins, orða Klettaskáldsins:
Þar jafnan eins vafasöm viðskipti öll
og vinarþel mannanna er
sem cinliðans, dagaða uppi um kveld
hjá útlögztum ræningjaher,
sem hlustar með lokuðunt augunum á,
að óvinir læðast að sér.
En einnig orða hins gamla Gríms á Bessastöðum:
Verst er af öllu villan sú,
vonar og kærleikslaust
á engu að hafa æðra trú,
en allt í heimi traust,
fyrir sálina að setja lás
og safna magakeis,
og á vel tyrfðum bundinn bás
baula eftir töðumeis.