Eimreiðin - 01.01.1959, Blaðsíða 96
80
EIMREIÐIN
Faðir hans var ríkur óðalsbóndi, og lézt hann, er drengur-
inn var enn kornungur. Ólst hann síðan upp hjá móður
sinni ásamt systkinum sínum. Móðir hans var strangtrúuð
kona — og þá strangkaþólsk, eins og að líkum lætur í Frakk-
landi. Hlaut liann því strangtrúarlegt uppeldi. Mjög var
hann elskur að móður sinni. Sýndi hann snemma, að í hon-
um bjuggu óvenjulegar gáfur, las hann ótrúlega mikið þeg-
ar á barnsaldri og eyddi meiri tíma í slíkt en í leiki jafn-
aldranna. Hann sat inni og las, í stað þess að láta hina heitu
sól Suður-Frakklands verma sig í leik með jafnöldrunum.
Þegar um rithöfunda og yfirleitt flesta andans menn er
talað, er oftast minnzt á, hvaða rithöfundar eða aðrir andans
menn hafi haft mest áhrif á þá í æsku, af hvaða uppsprett-
um þeir hafi helzt bergt. Hvað Mauriac snertir, má nefna
þá Baudelaire og Rimbaud og auðvitað Racine og Pascal,
einnig ljóðaskáldið Francis Jammes og svo þá André Gide
og Paul Claudel, einnig Maurice Barres. En þetta voru uppá-
haldshöfundar hans, höfundar, sem hann dáði. Aðdáun lians
á André Gide hvarf þó síðar, þar eð hinn trúrækni Mauriac
áleit liann hættulegan mann — mann, sem dáði og dýrkaði
freistinguna um of, og Mauriac afneitaði honum því.
Að barnaskólanámi loknu settist hann í menntaskóla, og
síðan lagði hann stund á liáskólanám, nokkra hríð, bæði heima
í Bordeaux og í París, en hætti síðan við slíkt og tók til óspilltra
málanna á vettvangi starfsins. Hann tók til að skrifa af kappi-
í fyrstu fékkst hann aðeins við bókmenntagagnrýni, tók svo til
við ljóðagerð. Og fyrsta bók hans, ljóðabók, kom út árið 1909,
en ekki olli hún neinu uppnámi. Síðan kom fyrsta skáldsagan
út árið 1913, „L’enfant chargé de chaines". Svo skall fyrri heims-
styrjöldin á. Hann veiktist í herþjónustunni og fékk lausn og
tók þá auðvitað aftur til við að skrifa. Mauriac var þannig ekki
tekið sem neinu undrabarni á hinu bókmenntalega sviði.
Það var ekki fyrr en hann var orðinn 37 ára gamall, árið
1922, að augu bókmenntaheimsins opnuðust fyrir snilli hans,
er skáldsaga hans, „Le baiser an lépreux" kom út. Það var
hjónabandssaga, saga óhamingjusamra hjóna. En nú vakti
hann líka athygli, því að einum þrem árum síðar, árið 1925,
þegar hann var fertugur, hlaut hann sjálf bókmenntaverðlaun