Eimreiðin - 01.01.1959, Blaðsíða 98
82
EIMREIÐIN
svo að syndum sínum drýgðum. Persónur hans í heimi París-
ar eru einnig tíðum þjáðar mannverur. .Líkt og Mauriac við-
urkennir trúna sem aðalkjarnann í lífi sínu, og er þar átt
við hina rómversk-kaþólsku trú, fer þannig oftast fyrir persón-
um ltans, þótt oft sé eigi fyrr en við dyr dauðans. Þær finna
mjög sárt til synda sinna, þær syndga drjúgum og iðrast drjúg-
um. . . . Þetta er yfirleitt ekki hamingjusamt fólk.
Framan af átti Mauriac þó oft í deilum við kaþólsku kirkjuna,
sem gagnrýndi fyrri bækur lians harðlega og taldi þær óheil-
næmt lestrarefni. Síðan komst hann einnig á öndverðan meið
við hana, er liann snerist eindregið gegn Franco og stjórn
lians og síðan gegn Petain-leppstjórninni, en Mauriac reis
strax öndverður gegn nazistum, hernámi þeirra í Frakklandi
og Vichy-stjórninni, gerðist síðan de Gaullet-sinni. Hefur
hann tekið virkan þátt í stjórnmálum, ritað t. d. greinar í „Le
Figaro“ vikulega. Því hefur hann stundum orðið fyrir árásuni
stjórnmálaandstæðinga, eins og gerist og gengur. En hann er
enn dáður af hinum yngri rithöfundum Frakklands, sem viður-
kenna flestir snilli hans, hvert svo sem stjórnmálaviðhorf þeirra
kann að vera hvers um sig.
Margir álíta Mauriac helzta og frumlegasta höfundinn
franska, síðan Marcel Proust kom fram. Er það af ýmsuni
ástæðum, tilfinningu hans fyrir ljóðrænum og „dramatískum"
(harmrænum) stíl, sem kemur skýrt frarn í persónulýsingum
hans og minningum persónanna, einnig af meistaralegri tækni
ltans. Hann skuldar enskum og rússneskum áhrifum liarla lítið,
en virðist hafa endurnýjað og endurvakið hin liefðbundna
samþjappaða, formfasta stíl frönsku skáldsögunnar, þar sem
sótthiti ltvílir þó í andrúmsloftinu, stíl, sem spratt upp úr
harmleikjum Racine. Sálkönnun Mauriacs í skáldsögum hans
er talin mjög eftirtektarverð. Hún flækist ekki fyrir fótuffl
lesandans né sjálfs skáldsins, heldur kemur hún fram á mjög
áhrifaríkan liátt í heiftarlegum, sálrænum árekstrum persón-
anna, í sjálfu útliti þeirra, svipbrigðum, lireyfingum og máli.
auk endurminninga um hið liðna. Kristilegt, og þá kaþólskt,
mat Mauriacs á tilverunni og mönnunum er ófrávíkjanlegt 1
verkum lians. í þeim er háð liið eilífa stríð mannsins barna. Þar
hirtist hin heiðna fegurð heimsins, nautnasýki og eignasýki,