Eimreiðin - 01.01.1959, Page 100
Hitífsstuiiga
eftir franska Nóbelsverðlaunahöfundinn
Francois Mauriac.
Þýðandi: Halldór G. Ólafsson.
I. kafli.
Elísabet varpaði öndinni léttar, er hún heyrði lyklinuffl
stungið í skrána og hurðarskellinn, sem á eftir fylgdi. Þá var
María loksins komin lieim, og börnin voru þá ekki lengur
ein. Það var þýðingarlaust að liggja hérna lengur með gal-
opin augu og hlusta eftir hverju hóstakjöltri, hverju andvarpi
og öllu því umli, sem heyrist í sofandi börnum. Nú mátti
svefninn gjarnan koma. F.lísabet leitaði til svalasta staðarins
í rúminu og fann hann yzt úti við rúmbríkina andspænis
veggnum, næst opnum glugganum. Orlítil birta gægðist inn
um gluggann og féll á gólfið og á hvítan fatnað, sem hékk
á stólbaki.
Það geislaði allt of mikill liiti út frá iíkamanum, sem iá
við hlið hennar eigin líkama. En liún gat ekki heyrt Lúðvík
anda. Lúðvík var vanur að anda djúpt og mjög hægt, er
hann svaf. Hún hefði því hræðzt þessa algeru þögn, liefði hún
ekki fundið hitann frá þessum lifandi ofni við hlið sér, þess-
um ofni, sem hún brenndi sig næstum á. Ef til vill var hann
alls ekki sofandi. Hún spurði mjög lágt: „Sefurðu?“ Ekkert
svar. Hún varð að fá hann til að tala við einhvern lækni-
Hún hefði ekki getað útskýrt það, hvers vegna hún var svona
óttaslegin, en það lék enginn vafi á því, að Lúðvík var ekki
nærri eins liændur að vinnustofu sinni og fyrr. Og í gasi'-
morgun hafði hann vísað fyrirsætunni á burt, er hún koffl
til vinnu. Henni fannst hann aldrei hafa verið eins skeyting'-
arlaus um vinnu sína og í ár, einmitt þegar málverkasalarnii'
reyndu að flá hann lifandi. Börnin þreyttu hann og þá ekki