Eimreiðin - 01.01.1959, Side 104
88
EIMREIÐIN
maður gat sagt Elísabetu frá öllu: „Henni getur maður sagt
alla hluti. Hún er alveg ótrúleg. Hún skilur allt! “
En það var samt nauðsynlegt, að hún kæmi honum af
stað. Og hún lét í ljós undrun sína yfir því, að venjuleg
daðursdrós gæti svo algerlega ráðið niðurlögum manns með
svo trausta skapgerð. Hann maldaði í móinn og sagði, að
kona sú, er ætti sök á sorg hans, þekkti ekki til daðurs og
óskaði þess eins að gera hann hamingjusaman.
„Hún er alveg einstæð, Elísabet, algerlega eðlileg kona,
alveg eins eðlileg og þú. Já, hún krefst svo lítils, að ég hel
talað við hana á næstum hverjum degi í nokkur ár án þess
að sjá hana. Venjulega vekur andlit athygli manns í fyrsta
skipti, er maður lítur það. Það þrengir sér strax alveg inn
í liug manns. En það er svo einkennilegt, að maður hefur
ef til vill ekki tekið eftir einhverri mannveru árum sarnan,
og svo verður maður þess ef til vill skyndilega var, hversti
dýrmæt hún er manni. Já, dýrmæti hennar virðist ef til vill
slíkt, að maður varpar öllu öðru frá sér, þannig að það verð-
ur manni einskis virði, sem áður veitti lífi manns fyllingu.
Hvað er þetta, Beta?“
„O, ekkert. Mér varð bara dálítið kalt.“
„Var hún hin sama allan þann tíma, er ég elskaði hana
ekki, er ég leit varla á hana? Var hún þá sú hin sarna og nu
kvelur mig?“
„Nú veit ég, hver það er . . .“
„Hefurðu getið þér þess til?“
„Ég vil ekki nefna nafn hennar.“
„Að vísu hefur hún lengi setið um mig, án þess að ég'
vissi um það. Það var aðdáun, ástríðukennd aðdáun. En i
fyrstu tók ég ekkert sérstakt mark á því. Svo fór mér að
finnast hún vera indæl, en í hug mínum bjó samt enn friður.
Ég hugsaði jafnvel ekki til þess, að ég ætti að vera varkár, ég',
sem er bráðum orðinn fimmtugur! Hún er aðeins 24 ára!
Hvernig átti mér að geta dottið það í hug, að hjá okktn'
gæti kviknað heitari kennd? En koss sá, koss, laus við inni'
leika, er hún gaf mér kvöld nokkurt, splundraði mér sern
elding væri. Það var þarna á hinu breiða stræti — Champs'
Elysées, á bak við Marigny. Já, sem elding, segi ég þér'