Eimreiðin - 01.01.1959, Side 108
92
EIMREIÐIN
ástar til mín, slíkrar ástar, sem nú þjáir þig? Hefurðu nokkru
sinni þjáðst mín vegna? Ég á auðvitað ekki við, hvort þú
þjáist nú mín vegna. Nei, ég á við tímann, er við kynntumst."
Hann strauk um enni hennar og hár. Hvernig hefði hann
átt að geta þjáðst, fyrst liann vissi, að hún var öll hans og
hans eins?
„Og þú hefur aldrei verið fjarvistum við mig. En það er
sárt fyrir mann á mínum aldri að vera fjarvistum við einu
mannveruna, sem er honum þýðingarmikil! Að vera allan dag-
inn, hvert augnablik, víðs fjarri þeirri, sem ég elska! ... Ég
þjáist vegna þess, þjáist jafnmikið og fyndi ég til þess, að ég'
hefði sólundað lífi mínu til einskis.“
Elísabet sagði lágri röddu:
„Væri aðeins um mig eina að ræða, færi ég leiðar minnar,
Lúðvík. En það eru börnin . . .“
Hann maldaði í móinn .. . af ofsa og hreinskilni. Hann
gat alls ekki hugsað sér lífið án hennar og barnanna. Var
það ekki bezta sönnunin um ást hans til Elísabetar? Hún
varð gripin þakklætiskennd og kyssti hann. En orð hans hefðu
áreiðanlega veitt henni dýpri huggun, hefði hún getað hjá
því komizt að hugsa til gleði hans, þegar hún sjálf skrapp
með börnin til Borboule og hann varð aleinn eftir í París.
Dvöl hennar sér til heilsubótar í Vichy á hverju ári var hon-
um sem hrein veizla. Sá tími, er þau voru fjarvistum, veitti
honum hvíld og gleði. En Elísabet hugsaði jafnan til þess
tíma með sorg mörgum vikum áður. Nei, nei, hann þarfn-
aðist hennar ekki! — Ég er aðeins til gagns að því leyti, að
ég kenni honum, að hamingja býr í einverunni.
★
★ ★
Enginn birtubjarmi gaf til kvnna, að dagur væri risinn-
En sífellt sindur sólargeislans, sem varla virtist vaknaðuL
skýrði frá komu dagsins. Um stund hafði hún ekki hlustað
eftir því, hvernig Lúðvíki liði, en nú tók Iiún til að leggja
hlustirnar við á nýjan leik. Æ, hann var enn að tala um . • •
hina . . ., og orðin flæddu óhugnanlega hratt af vörum hans:
„Þti segir, að ég geti ekki í rauninni efazt um ást hennai'?