Eimreiðin - 01.01.1959, Side 114
98
EIMREIÐIN
„Starf þitt, Lúðvík!"
Hún tók höfuð hans á milli handa sér og leit í augu hon-
um.
„Við höfum þegar fært svo stórar fórnir á altari starfs þíns.
Skólaganga barnanna hefur verið mjög slitrótt og tætingsleg
vegna starfs þíns og óskar þinnar um að ferðast á milli staða.
Þau hafa þegar gengið í tíu skóla.“
„Ég hef ekki framar áliuga á starfi mínu. Nei, þú mátt
ekki kenna Andreu um þetta! Það er eins og sjálf ást mín
hafi rænt lífið allri litauðgi, í hvert sinn er ég hef elskað-
Öðrum er ástin sem uppspretta alls hins góða. Ástin gerii'
veröldina fagra umhverfis þá. Ástríða mín og þrá hefur á
hinn bóginn ætíð eyðilagt allt til ávinnings fyrir sjálfa sig»
eða hún gerir það réttara sagt að verkum, að ég sé allt í svo
óhugnanlega skýru ljósi. í ljósi hennar fyrir finnst ekki frain-
ar neitt leikfang, sem getur hjálpað mér til að lifa lífinu-
Kona, sem fyllir alla tilveru mína, allt líf mitt, tætir í sundui'
loftbelgi þá, sem ég lék mér áður að. Málaður strigi? Að
livaða gagni kemur hann? Hinn málaði strigi hafnar livort
eð er að lokum á milli fjögurra fjala, . . . eins og ég sjálfur. • •
og Andrea . . . að lokum.“
Elísabet lagði hönd sína létt yfir munn honum, en liann
hélt samt áfram:
„Ég hef alltaf getað spyrnt eitthvað á móti í hin skiptin.
þegar ég hef elskað. Eðli mitt var og hélt áfram að vera sterk-
ara . . . sigurvegarinn. En nú finnst mér á hinn bóginn sem
ég sé glataður, vegna þess að litir og form eru mér ekki nokk-
urs virði framar. í framtíðinni er ekkert, sem verður niéi'
nokkurs virði, nema ein mannvera . . . aðeins ein mannvera-
Andrea litla, það litla mannsbarn, . . . skyggir á alla veröldina
fyrir mér. Það yrði mér dauði að fara til annarra staða en
þangað, sem hún dvelst og dregur lífsandann. Ég hef jafnvel
ekki löngun til að mála hana framar. Það, sem ég óska að
finna og eiga hjá henni, er svo óendanlega miklu meira en
liitt, sem augað skynjar. . . . En þessu lýkur áreiðanlega eiU'
hvern tíma . . . Gráttu ekki, litla stúlka . . . Því hlýtur eiU'
hvern tíma að ljúka. Heldurðu, að ég gæti þolað þessar sálai'
kvalir lengi án þess að tærast upp og deyja? Þú skalt sja