Eimreiðin - 01.01.1959, Síða 120
104
EIMREIÐIN
var skyndilega ekið hratt inn ai hliðarvegi. Orgére tók skyndi-
lega beygju. Síðan sveigði hann bifreiðina aftur inn á veginn
af öllu afli og hemlaði. Er hann tautaði náfölur: „Frá jressu
sluppum við vel . . svaraði hún: „Ég var ekki hrædd. Ég'
ber traust til yðar.“ Síðan hafði hann starað beint í augu
henni. Efri vör hans hafði titrað örlítið. Hann hafði viljað
jtrýsta henni að sér, en hún færðist undan og losnaði. Síðar,
jregar hann þurfti að skipta um hjól, hafði hann fyrst breitt
teppi á skurðbarminn, séð um, að vel færi um Elísabetu á
meðan. Svo liafði hann náð í ávexti úr farangursgeymslunni
og boðið henni. Hún sat þarna gagntekin af undrun vegna
allrar þeirrar umhyggju, sent hún sýndi venjulega Lúðvíki,
en aldrei hafði verið sýnd henni sjálfri. Hún dáðist að örugg-
um hreyfingum Orgére, handlagni hans og leikni, er hann
handlék verkfærin. Ætli Lúðvík hefði getað sett öryggi í
lieima? Og hafði hann nokkurn tíma stigið upp í stiga til
annars en að hengja upp málverk? Hann var bóndi innst
inni, . . . af bændaættum. Og þess vegna hneigðist hann til
þess að velta öllum erfiðari verkum yfir á kvendvrið. Bif-
reiðin var aftur komin af stað í Sjóðandi hitanum. Ungi mað-
urinn hélt enn um stýrið með annarri hendinni einni sam-
an. Með hinni gældi liann við grafkyrran handlegg, . . . nakta
öxl. „ Ég er hamingjusamur, sagði hann svo. Golan þyrlaði
liári hans til og ýfði það. Og hún feykti skyrtuhálsmálinu td
liliðar. Nú líktist hann ekki lengur samkvæmishetjunni, . . •
viðvaningnum í listaheiminum, viðvaningnum, sem Lúðvík
henti slíkt gaman að. í geislaregni sólarinnar, sem var að
hníga til viðar, var hann frummaðurinn, sem hefur rænt sér
konu, er hann hefur lengi girnzt, og hefur hana nú á brott
með sér út í nóttina.
Hann hafði sagt við hana: „Það verður kveljandi hiti í
Blois í nótt. Það er betra að gista í litla gistihúsinu, seni
stendur rétt fyrir utan Chambord.” Bifreiðin rann nú eftir
auðum veginum í rökkrinu. Elísabet leit undan til þess að
sjá ekki eftirvæntingarsvipinn, sem livíldi á þessu unga andlitn
er var svo nálægt hennar eigin. Á Jressu augnabliki minntist
liún kala Jress, sem hún fann stundum til gagnvart Lúðvíki.
er hafði aldrei unnt henni þess, að hún fengi einnig að