Eimreiðin - 01.01.1959, Síða 126
Um Lacly Gre^ory
(1852-1932)
eftir Þ. Guðm.
Hún var írskt leikritaskáld og þjóðsagnafræðingur. Ná-
tengd ritstörfum hennar var sú þjóðernishreyfing, sent sterk-
ust var á Irlandi síðustu áratugi 19. aldar og fyrstu áratugi
hinnar 20. Ásamt löndum sínum, Williain Butler Yeats og
John Millington Synge, var Ladv Gregory aðaldriffjöður þeirr-
ar vakningar. í félagi stofnuðu þau Abbeyleikhúsið og stjórn-
uðu því fyrstu árin, mörkuðu stefnu þess. Má segja með
sanni, að þau skiptu með sér verkum. Yeats skrifaði alvarleg
leikrit og dulræns eðlis, Synge tók skopið, ádeiluna og harm-
sár örlög til meðferðar, en Lady Gregory reit gamanþætti.
Verk þeirra allra voru sýnd í Abbey. Auk leikritagerðarinn-
ar, sem frúin taldi sig hafa numið af Yeats, gaf hún út vestur-
írskar þjóðsögur, þýddi leikrit úr írsku eftir Douglas Hyde,
nokkur af leikritum Alolieres og bjó undir prentun sjálfs-
ævisögu manns síns, Sir Williams Gregory, sem andaðist 1892,
meðan hún enn var ung að aldri. Meðal kunnustu leikja
eftir Lady Gregory eru The White Cockade, The Workhouse
Ward og The Rising of the Moon, sem hér birtist í íslenzkri
þýðingu og ýmsir telja bezta leik hennar. Til þess að skilja
hann, verður að hafa hugfasta kúgun þá, sem írar bjuggu við
öldum saman af hálfu enskra yfirvalda. írskir föðurlands-
vinir voru hnepptir í varðhald, dæmdir til dauða og skotnir,
langt fram á 20. öld, fyrir það eitt að vilja njóta frelsis á
mannsæmandi hátt og berjast fyrir því með rökum og ráð-
snilld.