Eimreiðin - 01.01.1959, Qupperneq 134
118
EIMREIÐIN
Undirforinginn: Það er ekki þannig. . . . „Sá kjóll, sem bai'
hún, blóði drifinn var. . . . Þú sleppir því.
Maðurinn: Það er rétt, undirforingi, þannig er það. Ég
sleppti því. (Endurtekur hendinguna). Að hugsa sér mann
eins og þig kunna svona kvæði.
Undirforinginn: Það er svo margt, sem maður kann, en
kærir sig þó ekki um að muna.
Maðurinn: Já, en ekki kæmi mér á óvart, undirforingi,
þó að oft hefðir þú á æskuárum setið uppi á vegg, eins og'
þú situr núna, og aðrir drengir hjá þér, og sungið „Dísu“? . ■ •
Undirforinginn: Það gerði ég þá.
Maðurinn: Og „Shan Bhean Bhocht“? . . .
Undirforinginn: Það gerði ég þá.
Maðurinn: Og „Grænu kápuna"?
Undirforinginn: Það var eitt þeirra.
Maðurinn: Og kannske hefur maðurinn, sem þú gefur gast-
ur að í kvöld, verið vanur að sitja uppi á vegg, þegar hann
var ungur, og syngja þetta sama lag. . . Þetta er undarleg
veröld. . . .
Undirforinginn: Þei! ... Ég held einhver komi. . . . Það ei'
bara hundur.
Maðurinn: Er þetta ekki undarleg veröld? . . . Ef til vill er
það einn af drengjunum, sem var vanur að syngja með þér,
er þú tekur fastan í dag eða á morgun, og þú varpar í skipa-
kvína. . . .
Undirforinginn: Auðvitað er það satt.
Maðurinn: Og gæti verið kvöldið eftir að þú værir að syngja,
ef drengirnir segðu þér frá einhverri áætlun sinni til að frelsa
landið; þú gætir hafa ljundi/.t við þá samtökum. . . . Og þ11
gætir átt við mótlæti að stríða.
Undirforinginn: Já, liver veit, nema ég gæti það. Á þeim
árum var lífsfjör mitt óbugað.
Maðurinn: Þetta er kyndug veröld, undirforingi. Og líti®
er það, sem sérhver móðir veit, þegar hún sér barnið sitt
skríða á gólfinu, hvað eftir er að vilja því til, áður en það
hefur lokið lífi sínu, eða hver ber stærstan sigur úr býtuni-
Undirforinginn: Það er kynleg hugsun nú, en þó sönn hugs-
un. Bíddu við, þangað til ég hef hugsað hana til enda. . . . Et