Eimreiðin - 01.01.1959, Síða 140
124
EIMREIÐIN
Höfundur leiksins er sjálfur úr ensku yfirstéttarumhverfi
og veit vafalaust, hvað hann syngur í þessu efni, en sarna
verður ekki sagt um leikstjórann. Gunnar Eyjólfsson hefur
margt vel gert á liðnu leikári, en að þessu sinni hafa honunr
verið mislagðar hendur. Ensku lrefðarkonurnar, sem hann á
að sýna, hv.erfa með öllu, og í þeirra stað er brugðið upp
myndurn af síbullandi frúm, sem ef til vill væru hugsanleg-
ar í samkvæmislífi Bandaríkjanna, þar sem Gunnar Eyjólfs-
son er vel kunnugur, en alls ekki á Englandi.
Guðbjörg Þorbjarnardóttir hefur farið verst út úr viðskipt-
um sínum \ ið leikstjórann. Kona sú, sem hún leikur, er frá höf-
undarins hendi ekki skapgreind, hégómagjörn, afskiptasöm, en
jafnframt allglæsileg, smekkleg og með talsverða hefðarkonu-
reisn. Á hefðarkonublænum örlar hvergi í meðferð Guðbjargar.
Hún er aðeins skemmtilegur kjáni, sísuðandi og sífellt að gera
axarsköft. Svo mjög hefur Guðbjörg lifað sig inn í þessa ein-
kennilegu manngerð leikstjórans, að ekki er frítt við, að bregði
fyrir erlendum hreimi í framburði hennar, en ekki er tungu-
málanám á Englandi stundað af svo miklu kappi almennt,
að líklegt sé, að ekki meiri andans manneskja en Sheila Broad-
bent hafi ruglazt í framburði móðurmáls síns af þeim sökum.
Indriða Waage hefur leikstjóranum liins vegar ekki tekizt
að spilla, eða hann hefur alls ekki reynt það. Indriði er senni-
legur enskur eiginmaður, dauðþreyttur á öllu vafstrinu, sein
kynning dótturinnar í samkvæmislífinu fylgir, en nógu greind-
ur og athugull til þess að bjarga því, sem bjargað verður, og
gerir það raunar með fullum sóma, áður en lýkur. Sérstak-
lega skemmtilegt er atriðið, jiar sem hann greinir dóttur
sinni frá reynslu æskuáranna.
Kristbjörg Kjeld er farin að tala svo hátt á sviði Þjóðleik-
hússins í seinni tíð, að engu er líkara en hún sé að kalla
alla leið til Færeyja, eða annarra mjög fjarlægra staða. Hún
leikur að jressu sinni ástarhlutverk og gerir því harla lítil
skil. Hún er að vísu allgóð, þegar hún er að snúa af sér þann
biðilinn, sem henni er lítt að skapi, en ósköp fer lítið fyrir
hlýjunni hjá henni, þegar hún á að sýna þeim, sem hugur-
inn girnist, hverjum hún ann.
I viðræðunum við foreldrana er Kristbjörg mildu eðiilegri.