Eimreiðin - 01.01.1959, Side 142
126
EIMREIÐIN
sérstaklega í samtalinu við föður sinn, sem áður er getið.
Kristbjörg verður að gæta þess að leggja ekki alla tilfinninga-
semi sína í tóman hávaða, það á livorki við á leiksviði né
utan þess.
Inga Þórðardóttir hefur orðið fórnarlamb leikstjórans engu
síður en Guðbjörg, með þeim afleiðingum, að hún á ekki
heima í leiknum, hvorki hvað klæðaburð né framkomu snertir.
Eðlilegasta konan í leiknum er Brynja Benediktsdóttir,
sem er nemi í leikskóla Þjóðleikhússins og ég minnist ekki
að hafa séð á leiksviði áður. Svipbrigðaleikur hennar er
góður, en hlutverkið er of lítið til þess að séð verði, hvort
stúlkan búi vfir verulegum hæfileikum eða ekki.
Bessi og Rúrik eru alls ekki ósennilegir biðlar, en hvorugt
hlutverkið gefur tilefni til neinna sérstakra afreka.
Greinilegt er, að þýðingin er ekki hnökralaus, en gaman-
semin í leiknum er nóg til þess að enginn lætur sér leiðast
i návist fjölskyldunnar, sem er að leita að tengdasyni.
VeSmál Mæru lin^ar.
Kinverskur gamanleikur eftir S. J. Hsiung. Þýðancli: Iialldóy
Stefánsson. Leikstjóri: Gunnar R. Hansen.
Það er ekki á hverjum degi, sem okkur íslendingum cr
boðið upp á kínverska leiklist, en þeim mun sjaldgæfari sem
hún er á leiksviðum hérlendis, þeim mun meiri ástæða er
til að fagna henni, a. m. k. þegar um eins tæran skáldskap
er að ræða og „Veðmál Mæru lindar“.
Leikritið byggist á gamalli kínverskri sögn, sem lýsir ást
og fórnarlund ungrar stúlku — Mæru lindar —. Gegn foreldra-
ráði gengur hún að eiga Hsich-Ping-Ivuci (Sig. Grétar Guð-
mundsson), en liann vill svili hans, Úci Tígrishershöfðingi
(Einar Guðmundsson), feigan og telur sig hala komið honuiu
fyrir kattarnef. í 18 ár líður Mæra lind skort, en ekki gefst