Eimreiðin - 01.01.1959, Síða 144
128
EIMREIÐIN
hun upp, heldur bíður manns síns í þeirri óbilandi trú, að
liann komi aftur. Tilraunir móður hennar, forsætisráðherra-
frúarinnar Uang (Guðrún Þór), til þess að koma henni aftur
í föðurgarð mistakast. Hún hefur veðjað við föður sinn, Uang
Juan forsætisráðherra (Erlendur Blandon) um, að hún muni
ekki koma brauðs að biðja í hús hans, lieldur sem jafnoki
hans eða jafnvel honum meiri, og hún vill ekki gefast upp>
þótt öll von virðist vera úti um, að maður hennar sé á lífi-
Meðan þessu fer fram, hefur Hsich-Ping-Kuci hafizt til mik-
illa mannvirðinga í landinu í vestri. Prinsessan, (Agústa Guð-
mundsdóttir), hefur bjargað honum frá bráðum bana og gert
hann að konungi. Hrin þráir ástir hans, en minningin uin
Mæru lind er of sterk, og einn góðan veðurdag hverfur kon-
ungurinn lieim og er þá orðinn yfirmaður tengdaföður síns
og svila sinna beggja, Tígrishershöfðingjans og Sú Dreka-
liershöfðingjans (Árni Kárason). Eins og öl 1 falleg ævintýri,
endar þetta vel.
Kínverjar hafa ekki lagt stund á mikla leiktjaldagerð, eins
og við eigum að venjast í Evrópu. Áhorfendur verða að
hugsa sér skrautlega garða og veglegar hallir; ekkert af þessu
er sýnt með töfrabrögðum sviðstækninnar. Hvað einfaldleika
sviðsins snertir hefur leikstjórinn, Gunnar R. Hansen, ekki
vilzt af réttri braut.
Hins vegar hafa hinum ágæta leikstjóra verið mjög mis-
lagðar hendur, þegar að því konr að ákveða framkomu og
framsögn kvennanna í leiknum. Kínverskar konur eru undit"
gefnar, auðmjúkar, léttar í hreyfingum, og má segja, að rnýkt-
in og kvenleikinn sé aðalsmerki þeirra. Gunnar R. Hansen
gerir konurnar að hnarreistum kvenréttindakonum, sem eins
vel gætu verið sóttar í ræðustóla Heimsfriðarráðsins eða :l
aðalfund í Kvenréttindafélagi íslands. Guðrún Þór er í einu
og öllu ósennileg kínversk forsætisráðherrafrú. Þótt ekki se
minnst á vöxt hennar, sent rnyndi eiga betur heima í norrænu
skessuleikriti, þá er allt fasið svo óeðlilegt og hávaðinn svo
fjarri sanni, að maður hlýtur að spyrja sjálfan sig: Hefur leik-
stjórinn komið á kvenréttindafélagssamkomu í Kína (ef slíka1
samkomur eru þá til þar í landi), en ekki kynnt sér þjóð"
lyndi Kínverja að öðru leyti?