Eimreiðin - 01.01.1959, Blaðsíða 152
Sú skoðun er nokkuð almenn, að íslendingar séu músikölsk
þjóð, og bent er á, hve marga duglega tónlistarmenn við
eigum.
Þótt greindarstig íslendinga þyki hátt — en listrænir hæfi-
leikar fara að mestu eftir almennri greind — þá vantar mikið
á, að tónmenning okkar og annarra svonefndra menningar-
þjóða sé sambærileg. Veldur þar mestu um allsleysi okkar á
liðnum öldum. Benda má á í því sambandi, hve lítið var um
hljóðfæri í landinu allt fram á síðari hluta 19. aldar. Hin
frumstæðu hljóðfæri, „íslenzka" fiðlan og langspilið, sanna
þetta með hörmulegum hætti.
Islendingar hafa löngum þótt góðir raddmenn, en vafa-
samt er, hvort þeir hafa verið svo góðir söngmenn, hér áðtn'
fyrr, sem af er látið. Hinn fyrsti kórsöngur, sent getið er unt
hér á landi, var í Bessastaðaskóla um 1830, en fyrst á seinni
hluta 20. aldar er söngmenning okkar að komast á það stig'.
að unnt sé að flytja kórlög, sem voru á almennings færi í
Bretlandi á 16. og 17. öld. — Ef marka má frásagnir eldri
kynslóðarinnar af söng í barnaskóla Reykjavíkur um og eftit'
síðustu aldamót, hefur skólasöng í höfuðstaðnum mjög hrakað.
Nútímaæskan hefur lítinn áhuga á söng utan dægurlaga,
innlendra og erlendra, en það er alþýðusöngurinn í dag. Gott
eitt er um mörg hinna innlendu dægurlaga að segja, og þau
standa sízt að baki gömlu lögunum, sumum hverjum, sem
hvert mannsbarn kunni fyrir 30 árum. „íslenzkt söngvasafn"
þeirra Sigfúsar Einarssonar og Halldórs Jónassonar („Fját'-
lögin)“ var ómetanleg lyftistöng alþýðusöngnum, en leitt ef