Eimreiðin - 01.01.1959, Page 160
144
EIMREIÐIN
klefa sínum. Svipaðs efnis eru
Kráka svört, Haugaeldar og Til 25
ára stúdenta, þar sem þessu er lióg-
værlega lýst í minningarstíl:
Með æskumannsins von og
vaxtarþrá
við vildum gjarnan láta heiminn
sjá,
að okkar liópur ætti þrek til dáða.
Og átök margra urðu glæsileg,
en örlög settu björg á hinna veg,
er lokuðu þeirn leið til marksins
þráða.
Frjálsast verður þá skáldið og
nær skærustum tónum á strengi
hörpunnar, þegar öll vonbrigði og
beiskja gleymist, enclurminningin
um horfið yndi, andrá nútíðar og
eilífðarsýn renna saman í eitt. Kem
ég þá að bezta kvæði bókarinnar,
Við Löngudeel, sem er sannkölluð
perla. í upphafi þess er lýst ævin-
týri harnsins við leik að litlum bát
á vatnsbakka. Það tengist svo för
þess að heiman með endingargott
vegarnesti frá móður knjám. Lygn
tjörn bernskunnar og síðar lífsins
ólgusjór verður skáldinu tákn dauð-
ans miklu móðu, sem lilýtur að eiga
sér strönd fyrir handan eins og
önnur vötn. Og svo er það borið
blákalt fram af ýmsum, að trúarvið-
horf sé einskis virði til að skapa nú-
tímalist! Ætli liitt sé ekki sönnu
nær, að trúin sé kveikur eða kjarni
fegurstu listar? Þetta listavel gerða
kvæði minnir á þáttinn ógleyman-
lega í Pétri Gaut, þar sem mæðgin-
in, hann og Asa, rifja upp glitrandi
ævintýr æsku hans, áður en Ása
deyr. Rúmið leyfir því miður ekki
tilvitnun í þetta yndislega kvæði.
Það nýtur sín aðeins í lieild.
En til áréttingar því, sem hér
hefur verið að vikið, skal að lokuni
birt eitt af stytztu og beztu kvæð-
um bókarinnar, Bœn, sem náðaT
nýtur:
Hver bæn, sem náðar nýtur,
finnur opið liimins hlið,
að hjarta guðs hún svífur beina leið
og æðsta lilutverk hlýtur:
verður líf af lífi lians
og lögmálsbundið skeið
sem engill fer hún
að boði drottins, lífs og lýða þjónn,
og lyfstein hans að mannlífssáruin
ber hún.
Ragnheiður Jónsdóttir: MINNIS-
BLÖÐ ÞÓRU FRÁ MVAMML
Helgafell, Rvík 1954-58.
Sagan af Þóru er um sérlundaða
og viðkvæma stúlku, sem elst upp 1
sveit, fer einförum og á ekki sanr-
leið með öðrum börnum nema að
sumu leyti, liggur í bókum og þrá-
ir að læra. Loks fær hún þá ósk
uppfyllta. Presturinn býr hana
undir skólanám. Flún kemst í
Menntaskólann í Reykjavík, vinirur
þar fyrir sér nreð gólfþvotti og
kennslu, fer sínar götur sem áður og
hefur sálufélag við Björnstjerne
Björnson, Sigrid Undset, Pearl
Buck, Einar Benediktsson og önnrii'
stórmenni andans, en stundar þ°
námið af kostgæfni. Um hylli Þóru
í lröfuðstaðnum keppa tveir utrgú'
menn, Árni, skólabróðir hennar og
ágætur kunningi, og Geiri, vand-
ræðagepill og óreglumaður. Verðut'
hún barnshafandi af völdunr Geira,
en lieldur áfram námi, eins og
ekkert hafi í skorizt. l’ekur Ólöf
þvottakona Þóru að sér, og hja
henni elur hún barn sitt á jólanótt
í kjallaraholu. Hjálpast þær að við
þvottana og barnfóstrið. Og Þóra