Eimreiðin - 01.01.1959, Side 162
146
EIMREIÐIN
henni sín ástríðukennda löngun til
að eignast pabba og brjóstvit til að
þekkja hann, þegar sá rétti faðir
óvænt birtist henni? En í lífinu
gerast mörg ótrúleg ævintýri, ekki
sízt innan vébanda barnssálarinnar.
Með ágætum er lýst hlutdeild Lóu
í sátt og sameiningu foreldranna.
Óspillt eðli litlu stúlkunnar sigrar.
Þó að þessi lausn kunni að virðast
hæpin, er hún bæði djörf og frum-
leg. Hvenær hefur sálarlífi lítils
barns verið gerð skil af slíku innsæi
í skáldsögu hér á landi sem Ragn-
heiður gerir í þessari bók? Sagan
jók trú mína og traust á kynslóð-
inni, sem erfir landið.
GuÖmundur L. Friðfinnsson:
HINUMEGIN VIÐ HEIM-
INN. Isafoldarprentsmiðja h.f.
Reykjavik 1958.
í háa herrans tíð hef ég ekki lagt
frá mér bók, sem ég var ánægðari
með að loknunt lestri en þessa sögu
Guðmundar bónda að Egilsá.
Framför höfundarins frá því að
hann samdi næstu bók á undan, er
svo stórkostleg, að helzt má líkja
við stiikkbreytingu. Leikni hans við
að . spinna söguþráðinn er orðin
svo mikil, að sá strengur slitnar
hvergi. Með því er ekki sagt, að
garnið sé allt hnökralaust. En snurð-
urnar er létt að fyrirgefa, þar sem
efnið er bæði sterkt og vandað.
Það minnir á íslenzka ull, sem
vaxið hefur á sauðum fram til
lieiða.
Sú líking er eigi valin af handa-
hófi. Sjálft er skáldið eigandi sauð-
fjár. Og ég man ekki til, að þeim
liláeygu sakleysingjum hafi verið
lýst af meiri samúð og skilningi
annars staðar en í þessari bók. A
ógleymanlegan hátt segir Guðmund-
ur frá mótsagnakenndu hlutskipti
bóndans og fjárliirðisins, er hjálpar
lömbum til lífsins af óþrotlegri al-
úð og fórnfýsi á vorin, en verður svo
að reka þau á blóðvöll fáum vik-
urn síðar. Önnur dýr, ferfætt og
fleyg, eru skoðuð og sýnd í svipuðu
ljósi. Af sömu ást og nærfærni ei'
lýst hverju blómi á fjalli og í heima-
högurn, því að skáldið þekkir þau
og ann þeim. Handgengið er það
öllu lífi umhverfisins og þá eig1
síður mold þess, er nærir jafnt
maðk sem nieið.
Framar öðru er þó sagan um
fólk, vegferð þess frá vöggu til
grafar, leiki og lífsbaráttu, leit að
hamingju og mistökunum í þeirn
leit. Mönnum tekst ekki að höndla
hnoss, grípa tækifæri, þegar það
gefst. Meginefni bókarinnar er um
þessi mistök. Aðalsöguhetjan,
Börkur Arason, missir af hverri
ástmey eða konuefni af öðru fynr
þá sök, að hann er misheppinn eða
of seinn til. Leiksystur hans, æsku-
vinoknur tvær, ganga honum lir
greipum, af því að hann skilur ekk1
sinn vitjunartíma. Einnig af klaufa-
skap misheppnast bónorðsför, sem
liann tók sér á hendur til efnaðs
bónda, þó að vel færi á með hou-
um og meynni í fyrstu. Loks missu
liann af ráðskonu með yndislega11
dreng, sem Börkur hefur tekið
ástfóstri við. Er kaflinn urn vin-
fengi þeirra Barkar og drengsins
einn hinn fegursti í bókinni og fra'
sögnin af skilnaði þeirra átakan-
leg. Gamla fólkið á bænum gengu1
fyrir Ætternisstapa hvert af öðrU-
Loks er Börkur orðinn einstæðinS'
ur „hinumegin við heiminn".
Rammíslenzkari saga hefur txP'