Eimreiðin - 01.01.1959, Page 164
V ei’Slaunaspummáar
Eimreiðin heitir eitt hundrað króna verðlaunum fyrir rétt
svör við hverri eftirfarandi spurninga:
1. Hvaða íslenzkt skáld orti þessar ljóðlínur, og úr hvaða
kvæði eru þær:
Heiðbjört, vinholl vornótt íslenzk
vakir yfir lífi mínu,
engri skuggalymsku leyfir
launsátur í skini sínu.
2. Eftir hvaða íslenzkt skáld og tir hvaða leikriti er þessi
málsgrein:
„Fyrir nokkrum kvöldum, þegar ég sagði þér í fyrsta sinii
með þögninni jafngreinilega og nú með orðum, að ég elskaði
þig: það heyrðist fótatak, þú hljópst af stað, þú snerir þék
við og kysstir mig og hvarfst, — laug þá þessi koss, var það
bara augnabliks léttúð, sem lék sér að heilagri tilfinning?”'
3. Eftir hvaða íslenzkt skáld og úr hvaða smásögu eru
þessar málsgreinar:
„ . . . Svo gekk hún upp stigann. Allir sváfu. Hún lokaði
herbergisdyrunum hægt á eftir sér. Mjólkurkannan hennai
stóð þar á borðinu, eins og vant var, og glugginn var opinU-
En hún leit ekki við könnunni sinni né út um gluggann.
Hún lét fallast á stól við borðið og huldi andlitið í hönd-
um sér. Óumræðileg sælutilfinning og eldsár saknaðarkvíði
streymdi til skiptis gegnum hjarta hennar.“
Aðeins ein verðlaun verða veitt fyrir hvert rétt svar. Berist
fleiri en eitt rétt svar við sömu spurningu, verður varpað
hlutkesti um, hver verðlaunin skuli hljóta.
Einungis fastir áskrifendur Eimreiðarinnar, eldri eða yngrJ’
koma til greina við þessa keppni.
Svör sendist ritstjóra fyrir 1. október n.k.