Eimreiðin - 01.09.1974, Qupperneq 10
EIMREIÐIN
vegna ekkert eClilegra en að nienn tækju sig saman um að
efna til sýningar.
Þú fórst til Parísar 10W. Iíynntist þú einhverjum frönskum
málurum þar? í
— Það voru skemmtilegir tímar í Paris: Gengið var svo
rangt skráð, að við gátum lifað eins og greifar á litlu sem
engu. — Ég kvnntist þarna litils liáttar franska málaranum
Dubuffet, en verkum lians liafði ég kynnzt á sýningu i New
York 1946 í sýningarsölum Pierre Matisse. Á þeim tíma var
ekki tekið i mál að sýna hann í Parísarborg. Vinur minn, Micb-
el Tapié, sýndi svo fyrstur eftir liann í Galerie Druon á Place
Vendome í Paris 1947, að mig minnir. Hann gaf mér mynd,
steinprent, eftir Dubuffet frá 1946. Einnig bauð Tapié
mér að sjá safnið, sem Duljuffet var þá þegar byrjaður að
tina saman. Dubuffet bauð reyndar Frakklandi seinna að eign-
ast safnið, en þeir vildu það ekki, svo að hann gaf eða seldi
Svisslendingum það, heyrði ég einhvern 'ima seinna. Hann
átti yfir nokkuð stóru húsnæði fyrir safnið að ráða hjá ein-
hverri bókaútgáfu. Og þangað mátti ég koma með nokkra ís-
lendinga, kunningja mína, sem ég og gerði.
Galerie Druon var mjöq frægur staður?
-— Vinur minn, listmálarinn Alcoplev, sagði mér nýlega, að
Galerie Druon á Place Vendome bafi verið báborgin í listheim-
inum i Paris í þá daga, þó að flestum væri það enn ekld ijóst.
Það hefur því verið mikill og óvæntur heiður, að Tapié ]>auð
mér, þegar ég hélt heim frá Parisarborg, að halda sýninnu i
salarkynnum sínum, ef ég vrði tilbúinn með liana eftir tvö ár.
En næstu árin eftir heimkomu mina voru mér erfið, og þess
vegna gat ekki orðið af því. Réð húsnæðisskortur mestu um, að
ég málaði mjög litið næstu 7 árin.
fívað fannst þér svona mikið til um hjá Dubuffet?
— Það var ferskleiki mynda hans. Flestir „framúrstefnu-
menn“ dýrkuðu á þessum tíma Kandinskv. sem ég er ekki mjög
hrifinn af. Hins vegar gætir í verkum Dubuffets áhrifa frá
fornri list frumstæðra manna, sem ég var farinn að glugga svo-
lítið í á þessum tima auk áhrifa frá Klee, sem mér fannst mikið
til koma. Áhrifa frá Klee liafði lika gætt i verkum margra Kobra-
málaranna, en á allt annan hátt. Ýmsir héldu, að ég væri að
stæla Dubuffet um tíma. Eg hygg, að það sé ekki rétt, nema livað
snertir ytra gervi. Eg varð hins vegar fyrh' mildum áhrifum
frá Soutine.
Er Dubuffet ekki að þínu mati uppreisnarmaður gegn fín-
gerðri og fágaðri myndhefð Frakka?