Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1974, Page 12

Eimreiðin - 01.09.1974, Page 12
EIMREIÐIN lega magnþrunginn seiður, dulrænn, sem verkar e. t. v. ekki eiiis á neina tvo menn. Þeir, sem komast í samband við málar- ann Rembrandt, fá hins vegar áreiðanlega nokkuð áþekkar niðurstöður um „dýpri“ kenndir hans og hæfileika. Ekki þarf lengi að skoða teikningar lians til að sjá, að liann bregður á „óháðan“ leik með línur og form, hvenær sem færi gefst. Marg- ur abstraktlistamaðurinn kann að liafa fengið uppörvun i smáatriðum þeirra. Nú er abstraktlist í reijnd lisl hreinna forma, hreinna lita, — hrein mynd. Er þá skyldleiki með henni og frumgerð, eða er hún tilraun til að finna frumgerð? ■— A því er ekki nokkur vafi, að skepnan öll og náttúran er innbj'ggð með hinum furðulegustu klukkum, sem erfitt er að henda reiður á. Þeirra á meðal eru þær, sem selja á stað hvöt- ina til að gera mynd og þá líka mynd hreinna lita og forma. Hvað viltu segja um sjálfan þig í þessu efni? ■— Ég er að þessu leyti á sama bás og aðrir. Ég held, að i abstraktlist sé eðlilegt áframhald af góðri myndlist, eins og bún hefur þróazt í heiminum. Þá á ég við fígúratíva. non- objektíva og ljóðræna abstraktlist. Hún er i tengslum við ríkjandi þenkimáta samtímans, eins og list annarra tímabila hefur líka verið. ALMENNINGUR OG ABSTRAKTLIST. En finnst þér ekki galli, að e. t. v. eru ekki nema örfáir menn hér á landi, sem þú nærð til; sem skynja, hvert þú ert að fara? — Það er sem betur fer ekki orðið eins alvarlegt fyrir mig eins og áður var. ■ Er almenningur ekki alltaf að leita einhvers? Hefur abstrakt- listamaðurinn ekki fjarlægzt hann, einangrazt? — Listamaðurinn hefur alltaf verið tiltölulega einangraður. Þess vegna finnst svo mörgum, að hinum sanna listamanni fari aftur með hverju nýju verki, sem frá honum kemur, af því að menn þurfa sífellt að ná sambandi við hann á nýjan leik. En er abstraktlist þá list fgrir fáa útvalda í meira mæli en list fgrri tíma? — Nei, fyrir alla þá, sem hafa liæfileika til að njóta hennar. En eins og ég sagði áður, þurfa menn að hafa svolitla þekk- ingu, en aðallega meðfæddan hæfileika til að skoða mynd og hafa yndi af því. Þeir eru reyndar ekki margir. Ég minnist vinar míns og herbergisfélaga í unglingaskóla. Hann hafði góða listahæfileika, en þó ekki á sviði hljómlistar eða myndlistar. Ég var mikið að sj>ila á fiðlu í öllum frítímum og allur í tón-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.