Eimreiðin - 01.09.1974, Qupperneq 14
EIMREIÐIN
amerísku, sem fyrir bar, en væri liins vegar liðtækur „fransk-
ur“ impressiónisti i myndrænni viðleitni sinni (Prendergast).
Ameríkumenn höfðu sem sé ekki eignazt þjóðlega myndlist
(nema primitiva, sprottna af rótum almúgafólks í Gamla heim-
inum og svo auðvitað indíánalist). Þeir létu sér nægja að kalla
málara á horð við Winslow Homer þjóðlegan og trúðu því
margir, að hann væri listamaður. Það var ekki fyrr en um
miðja þessa öld. að þeir eignast nærri því þjóðlega myndlist,
sem verður alþjóðleg, svo að segja um leið, abstraktexpressíón-
ismann. Deilur hafa j)ó staðið um jjað, hvort liann hafi fyrst
orðið til ‘í New York eða í Lundúnum. „Frönsk myndlist4
getur að nokkru talizt frönsk, en hún er einnig i mörgu orðin
alþjóðleg. Fjarlægðirnai eru ekki eins miklar og áður. Vanda-
málin eru almennt orðin alþjóðlegri og sameiginleg. Tíminn
liður hraðar. Tafnframt áhrifum frá Matisse, Braque og fleiri
frönskum málurum fram eftir öldinni, auk áhrifa frá Picasso,
sem hvað mest kveður að, eru að verki á sama tíma önnur
álirif, frá dadaistunum Picabia og Duchamp, sem nú i seinni
tíð eru orðin svo almenn, að mörgum finnst jaðra við mengun.
(Ducliamp: yfirskeggið og hökutoppurinn, sem liann teiknaði
með blýanti á eftirprentunina af Mónu Lisu, salernisskálin og
fleiri þess háttar hugdettur). Grjótgarðar og moldarhrúgur eru
nú algeng fyrirbrigði í sýningarsölum viðast hvar og afsprengi
jiessarar hugdettudýrkunar, sem einhverjum datt i hug að gæti
hafa orðið til vegna misskilnings á verkum Matisse og Picassos
og löngunar til að kollvarpa þeim. Þjóðleg menningarviðleitni
virðist ekki vera stunduð að ráði nú á dögum, nema jiá e. t. v.
í bókmenntum. Að minnsta kosti hef ég séð illa hlaðinn grióf-
garð i sýningarsal í Hollandi, en moldarhrúgu til sýnis hér.
Grjótgarðurinn hefði kannski fremur átt að vera hér og mold-
arhaugurinn í Hollandi vegna landkosta þar og grjótsins hér.
— Eða hvað? Ætli jieim sé ekki sagt að stunda „j)jóðlega“ lisl
i Rússiá?
Finnst ]>ér, að „frumlci1dnn“ skipti ekki máli?
—- Menn mega ekki verða of flatir fvrir einhverjum kenn-
ingum, sem auk jiess eru farnar að láta á sjá. Menn verða að
Iifa í jiví, sem þeir eru og aðrir hugsa og eru að gera, lifa sinn
eigin tima og tjá jiað í verkum sinum. Hugdetta, sem lifir í
sjálfri sér, eins og hjá Duchamp, er lítilmótleg. Renoir gamli
sagði um þetta: ,.Að vera málari er að vita, hvar þú ert i röð-
inni, eins og þegar heðið er eftir mjólk.“ Menn fara bara í röð
og vita, að þar eru þeir. Og vita jiað. Það er ekki verið að finna
neilt upp, nema að jivi leyti sem áhrif frá öðrum listamönnum