Eimreiðin - 01.09.1974, Side 16
EIMREIÐIN
ég hafði teiknað þar. Mér hefur ætíð fundizt, að geómetrískar
myndir eigi að nota í samhandi og samræmi við byggingarlist,
til þess að halda áfram með og undirstrika ýmis atriði innan
húss sem utan.
Geta aðrar listgreinar, svo sem bókmenntir eða tónlist, orðið
uppspretta myndlistar? Ætti einbver þeirra að skipa æðri sess
en myndlistin?
— Ekki vil ég nú segja það, svo að seinna atriðinu sé svarað.
Ég get sjálfur orðið fyrir áhrifum af tónlist Beethovens, sem
skila sér í mynd. Þegar ég les Brekkukotsannál Halldórs Lax-
ness, fæ ég t. d. ekki varizt þvi, að í liugann komi tónverk
Mozarts.
ÍSLENZKIR MÁLARAR
Er til eitthvað, sem kalla mætti íslenzka myndhefð?
— Ég hygg, að svo sé ekki. Að vísu var mjög ánægjulegt að
fá sýninguna á íslenzkri myndlist í 1100 ár núna í sumar. Menn
gera sér þá grein fyrir, að alltaf liafa verið gei’ðar myndir í
þessu landi. Einnig rennur upp fyrir mönnum, sem tilbeðið
lxafa sem goð Ásgi’inx og fleiri og skrifað um myndlistarbækur,
að hann málar sína Heklumynd 1906; van Gogli lxafði þá eytt
sínu lífi, Cézanne er dáinn og Malisse málar stóru myndina í
Barnessafninu, Joie de vivi'e. Nútíminn kemur hins vegar ekki
fyi’ir alvöru til Islands fyrr en með Þorvaldi Skúlasyni og þá
aðallega vegna áhrifa frá Braque og Picasso upp úr 1930.
'Hverjnm eldri málaranna kynntist þú?
— Það var mjög takmai’kað, sem unnt var að sjá af verkum
jxessara manna á árunum, áður en ég fór vestur. Ég kynnt-
ist Scheving dálítið og Þoi’valdi Skúlasyni allvel. Hann hafði
mikil áhrif á mig. Ég komst einnig i kynni við Snorra Arin-
hjarnai’, sem mér fannst mikill málari. Mér finnst Scheving
liafa lagt of mikið upp úr því, sem nefna nxætti „sentimental
values“ í mynduni sínum. Beztu myndir hans eru klippimynd-
irnar og smámyndirnar, — aðallega þær eldri. Svavari kynnt-
ist ég ekki fyrr en eftir sti’ið. Afstaða lians var svipuð afstöðu
„Cobi'a“manna, sem liann sýndi með, — mjög nýstárleg og
eftirtelctarverð.
LISTAMAÐURINN OG ÞJÓÐFÉLAGIÐ.
Getur listamaður í raun verið annað en einstaklingshyggju-
maður?
— Ekki er erfitt að svara þessari spurningu. Það liggur í
augum uppi, að listamaður getur aldrei verið annað en ein-