Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1974, Page 18

Eimreiðin - 01.09.1974, Page 18
ElMREIÐlN staklingsliyggjiimaður. Raunar er einkennilegt, að um slilct skuli vera spurt. Að minnsta kosti veit ég ekki til, að neitt sé til, sem kallazt gæti „hóphyggja“. Hvernig fellur þér það þjóðfélagskerfi, sem við tslendingar búum við? — I stórum dráttum er ég ánægður með það, þótt frelsi manna sé e. t. v. misjafnt. Ég lief þá trú á stjórnarkerfi okkar, að hvorki fasismi né kommúnismi séu á næstu grösum. Ég er fylgismaður þess og styð þá stjórnmálaflokka, sem vilja varð- veita tiltölulegt frelsi manna hér og góð almenn lifskjör. Hvar eigum við Islendingar að skipa okkiu í samfélagi þjóð- anna? — Ég liygg, að við eigum að láta okkur vanda Þriðja lieims- ins svonefnda miklu skipta. Við eigum að vera í tengslum við önnur vestræn lýðræðisríki og þess vegna eðlilegt t. d., að við séum í Atlantshafsbandalaginu. Eiga listamenn og menntamenn að láta sig þjóðfélagsmál miklu varða, vera „gagnrýnir á þjóðfélagið"? — Margir andófsmenn í einræðisríkjum kommúnista austan- tjalds, svo sein Sakharov, telja, að listamenn, menntamenn og aðrir, sem vakandi séu, hafi þá þjóðfélagslegu ábyrgð, að þeim beri að berjast fyrir mannréttindum og frelsi. Þetta er arfur frá þeim góða, gamla kristna heimi, sem við áttum einu sinni, — virðingin fyrir manninum sem einstaklingi, mannlielgin. Ég held, að þessir menn liafi rétl fyrir sér. Ilvert er álit þitt á .,sósíal-realismanum“? — Ég fæddist i Reykjavík á íslandi árið 1917. Ef ég liefði fæðzl i Parísarborg í Frakklandi, hefði ég orðið annar lista- maður en ég er. Ef ég hefði hins vegar komið í þennan heim í Rússlandi 1917, hefði ég aldrei orðið listamaður, nema því að- eins að mér liefði tekizt að komasl þaðan á brott. Flestir skap- andi listamenn yfirgáfu landið eða gáfust upp, — það her vott um átakanlegan félagslegan veruleika. Annars er sósíal-real- isminn eins konar kjaftháttarsamkomulag manna, sem skipta sér af list án þess að liafa af henni gaman. Veruleiki listar liggur á dýpri miðum. Hvers vegna eru listamenn nauðsgnlegir? — Ég skal segja ykkur það stutt og laggott. Það er vegna þess, að engin breyting verður á hugsunarhætti manna, ef lislamenn eru ekki til: Eilífur dagur. Eilíf nótt. Spyrjendur: Ingibjörg Edda Edmundsdóttir, Guðbjörg Kristjánsdóttir, Jón Óttar Ragnarsson, Hannes Gissurarson og Kristján Karlsson. Viðtalið fór fram í byrjun nóvembermánaðar.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.