Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1974, Page 21

Eimreiðin - 01.09.1974, Page 21
EIMREIÐIN ið ár. Sjálfur gat lianii nú orðið fengið sér sína sígnu ýsu þegar hann vildi og þegar líða tók á sumarið átti hann alltaf nokkur grásleppuhönd. Berjasúpa á eftir með þeyttum rjóma. Það var líka enn slæmt á Spáni, úr þeirri átt féll alltaf eitthvað til. Spánskan var góð. Ilann liafði ekki mikinn metnað lengur. Hann var mikið til hættur að liugsa um rithöfundaþorpin i Rússlandi. Hann hafði einu sinni öfundað þá mjög mikið af að þurfa ekki að vinna, hara að skrifa, skrifa í þjónustu hins mikla draums mannkyns- ins. „Frelsi, frelsi, hugsjón . . .“, nei, liann langaði ekki til að niuna eftir því lengur. Hann var ánægður með sína vinnu, sinn herjagraut og sitt hangna ýsuband og sínar minningar um sandkola — og ufsaveiðar við Steinbryggjuria, sem ekki er til lengur. Hann liafði lítið skrifað af sögum og aldrei langað til að skrifa skáldsögu. Sögurnar hans voru yfirleitt stuttar og fjöll- uðu helzt um það, sem verið hafði efst á baugi þegar liann var uð koma til manns. Þetta voru ágætar sögur, ekki mjög áróð- urskenndar, en samt nóg. Hann skrifaði litið um það sem stóð nær samtímanum, þess- uni árum, sem voru að líða. Hann átti ekki við það. Honum íannst það flókið og erfitt. Hann vék undan því eins og mar- h'öð, sem maður kærir sig ekki um að muna eftir. Slansky, Þasternak, Daniel. Draugar sem liann var hræddur við að vekja uPp, en hann vissi samt að þeir voru þarna og hann reyndi að §leyma þeirn. En það tókst honum auðvitað ekki. Fyrir mörgum árum liafði hann ætlað sér að skrifa skáld- sögu, sem átti að heita „Heimsókn í Fílabeinsturninn“. Það Var á þeim árum þegar baráttan var hörð og margir góðir drengir fallnir á fberiuskaga og fúlmenni og fantar við völd a Saxlandi og sunnan Mundiufjalla. Þá þurfti maður að liafa djartað á réttum stað — og þá var líka auðvelt að hafa lijart- að á réttum stað. Það varð miklu erfiðara seinna. Hann hafði séð í huga sér hinn mikla turn afsíðis, í landi hugans, i blóm- lögrum garði með rauðum rósum og hvítum liljum og þangað harst ekki nema veikur ómur af orrustugnýnum. Nógu veikur þess að maður þurfti ekki að taka eftir honum og gat sökkt Ser °fan í að skoða í vatninu speglun blómsins, sem heygði hrónu sína á hakka tjarnarinnar. Og á kvöldin, þegar bleikur 'oáninn skein og skógardisir eða aðrar ástkonur skáldanna syntu í silfurkvikunni, var auðvelt að gleyma sundurtættum 1 tómum ungmennanna í völum heimsins. Hann sá fyrir sér mennina, sem byggðu turninn, þessa menn, 265

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.