Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1974, Side 22

Eimreiðin - 01.09.1974, Side 22
EIMREIÐIN sem hann fyrirleit af innsta hjartans grunni. Feit svín, sem alltaf höfðu liaft nóg að horða og aldrei höfðu þurft að vinna fyrir sér og aldrei ort um annað en sínar eigin tilfinningar og langanir, sem fyrir löngu voru orðnar holar og innantómar og þeir sjálfir ónýtir af úllifun og langvarandi ofnautn, kampa- víni og kavíar, gæsalifur og gleðikonum. Aðrir voru horaðir ofstækismenn, ofheldissinnar, erkifasistar, kaþólskir í þokka- hót, sem trúðu þvi að þeir og þeirra fólk hefðu forystuhlut- verki að gegna, hefðu fengið verkefnið beint frá Guði almátt- ugum og að allir aðrir ættu að krjúpa í duftið fyrir þeim, því þeir væru lierrar heimsins. Þeir ortu lofsöngva um hetra hlóð, sem rann í þeirra eigin æðum. Hann sá líka fyrir sér fallega unglinga með blóm í munninum, sem lyftu upp höndunum og elskuðu lífið, en vissu elcki hvað það var. Turninn sjálfur var mikill og breiður neðst en mjókkaði þegar ofar dró. Hann var fílabeinsgulur en umgerðir glugganna voru úr gulli og glerið í þeim slípað. Iíann hafði fyllzt mögnuðum viðbjóði þegar hann hugsaði sér sjálfan sig nálgast þennan gróðurreit yfirborðsmennskunn- ar, loginna tilfinninga og miskunnarlausrar mannfyrirlitning- ar. Andstyggð hans á þessum félagsskap var svo mikil, að höndin, sem stýrði pennanum lamaðist, það fór kipringur um magann í honum, honum varð næstum því illt. En hann gat ekki liætt að hugsa um fílabeinsturninn. Stund- um tók hann fram það sem hann hafði þegar skrifað og ætlaði að halda áfram, en hann bætti sjaldnast miklu við. Venjulega sat hann yfir þessum hlöðum og hugsaði, sá í huga sér turninn og fólkið, sem átti heima í honum. Árin liðu og Fílabeinsturninn fór að verða honum athvarf, friðsæll staður, sem hann gat horfið til þegar dagurinn og frétt- irnar kvöldu hann of mikið. f hópi gestanna innan liliðs í turn- inum fór hann að sjá aðra menn en þessar fyrirlitlegu fígúrur, sem honum höfðu sýnzt vera einu íhúarnir fyrst eftir að hann komst í kynni við turninn. Hann fór að sjá þar skáld, sem hon- um var vel við, menn, sem liann gat ekki að sér gert að dást að eins og húð- og kynsjúkdómalækninn úr verkamannahverfi í Berlínarborg eða enskukennarann í menntaskóla í París í lok aldarinnar sem leið. Hann sá líka menn, sem hann vissi ekki hvaðan liöfðu komið inn í vitund hans. Það var einn sér- staklega. Hann var feitlaginn og góðlegur með mjög breitt and- lit, hann var oftast í jieysu og með litla húfu á höfðinu. Hann þekkti hann ekki, hann vissi ekki livað hann liét, en hann vissi hvernig verk hans voru. Þau voru ort af lireinu hjarta og 266

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.