Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1974, Blaðsíða 22

Eimreiðin - 01.09.1974, Blaðsíða 22
EIMREIÐIN sem hann fyrirleit af innsta hjartans grunni. Feit svín, sem alltaf höfðu liaft nóg að horða og aldrei höfðu þurft að vinna fyrir sér og aldrei ort um annað en sínar eigin tilfinningar og langanir, sem fyrir löngu voru orðnar holar og innantómar og þeir sjálfir ónýtir af úllifun og langvarandi ofnautn, kampa- víni og kavíar, gæsalifur og gleðikonum. Aðrir voru horaðir ofstækismenn, ofheldissinnar, erkifasistar, kaþólskir í þokka- hót, sem trúðu þvi að þeir og þeirra fólk hefðu forystuhlut- verki að gegna, hefðu fengið verkefnið beint frá Guði almátt- ugum og að allir aðrir ættu að krjúpa í duftið fyrir þeim, því þeir væru lierrar heimsins. Þeir ortu lofsöngva um hetra hlóð, sem rann í þeirra eigin æðum. Hann sá líka fyrir sér fallega unglinga með blóm í munninum, sem lyftu upp höndunum og elskuðu lífið, en vissu elcki hvað það var. Turninn sjálfur var mikill og breiður neðst en mjókkaði þegar ofar dró. Hann var fílabeinsgulur en umgerðir glugganna voru úr gulli og glerið í þeim slípað. Iíann hafði fyllzt mögnuðum viðbjóði þegar hann hugsaði sér sjálfan sig nálgast þennan gróðurreit yfirborðsmennskunn- ar, loginna tilfinninga og miskunnarlausrar mannfyrirlitning- ar. Andstyggð hans á þessum félagsskap var svo mikil, að höndin, sem stýrði pennanum lamaðist, það fór kipringur um magann í honum, honum varð næstum því illt. En hann gat ekki liætt að hugsa um fílabeinsturninn. Stund- um tók hann fram það sem hann hafði þegar skrifað og ætlaði að halda áfram, en hann bætti sjaldnast miklu við. Venjulega sat hann yfir þessum hlöðum og hugsaði, sá í huga sér turninn og fólkið, sem átti heima í honum. Árin liðu og Fílabeinsturninn fór að verða honum athvarf, friðsæll staður, sem hann gat horfið til þegar dagurinn og frétt- irnar kvöldu hann of mikið. f hópi gestanna innan liliðs í turn- inum fór hann að sjá aðra menn en þessar fyrirlitlegu fígúrur, sem honum höfðu sýnzt vera einu íhúarnir fyrst eftir að hann komst í kynni við turninn. Hann fór að sjá þar skáld, sem hon- um var vel við, menn, sem liann gat ekki að sér gert að dást að eins og húð- og kynsjúkdómalækninn úr verkamannahverfi í Berlínarborg eða enskukennarann í menntaskóla í París í lok aldarinnar sem leið. Hann sá líka menn, sem hann vissi ekki hvaðan liöfðu komið inn í vitund hans. Það var einn sér- staklega. Hann var feitlaginn og góðlegur með mjög breitt and- lit, hann var oftast í jieysu og með litla húfu á höfðinu. Hann þekkti hann ekki, hann vissi ekki livað hann liét, en hann vissi hvernig verk hans voru. Þau voru ort af lireinu hjarta og 266
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.