Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1974, Qupperneq 24

Eimreiðin - 01.09.1974, Qupperneq 24
EIMREIÐIN Það tókst illa. Það spratt út á honum sviti af pípunni, hendur hans urðu rakar og titruðu svolitið. Hann lagði bókina frá sér en hélt áfram að reykja. Það vaknaði einliver ómótstæðilegur kraftur innra með honum, sem dró hann að skrifborðinu þar sem bækurnar lágu. Krafturinn breyttist í löngun til að takast á við eitt verkanna, skilja það til grunna og þýða það. Hann vissi, að það yrði ofurmannlegt erfiði fyrir hann, sem kunni ekki málið nógu vel og lika af þvi að það væri ekkert gert með því að þýða orðin og reyna að liamra úr þeim heild eftir is- Ienzkum bragreglum, hann yrði að ganga inn i heim Ijóðsins, tilfinningu þess, fjarvist tilfinninga þess, allar þess duldu merk- ingar og flytja þær yfir á annað mál. Honum svall móður í brjósti. Hann stóð upp af hægindastólnum og settist við skrif- horðið og byrjaði að undirbúa verk sitt. Einhverja næstu nótt dreymdi hann draum. Hann sá turn- inn eins og hann hafði oft hugsað sér hann, fílabeinsgulan og gulli sleginn. En í draumnum var hann sjálfur skiptur i tvennt. Skuggalegur og grannur hluti af honum sjálfum kom í heim- sókn í turninn. Innan hliðs tók góðlegi gamli maðurinn við honum og vísaði honum leið inn i bjartan sal með hellugólfi úr marmara, dökkum og ljósum eins og skákborð, veggirnir voru tjaldaðir góbelínum með myndum úr sígildum goðsög- um. Fyrir endanum á salnum var stórt borð í endurreisnarstil og á þvi gömul tæki til stjörnuskoðunar og jafnvel gullgerðar. Fyrir framan þetta borð stóð hann sjálfur. bjartari og fyllri mynd af honum og brosti breiðu brosi og rétti gestinum hönd- ina og bauð hann velkominn í fílabeinsturninn. Fyrst á eftir var hann dálítið hræddur um að það sæist á honum. En eftir því sem Iionum miðaði meir áfram við verk- ið, eftir því sem hann sökk dýpra i heim undursamleikans, sem beið hans á hverju kvöldi heima á skrifborðinu hans, fannst honum það skipta minna máli. Það leið ekki á löngu þangað til hann var orðinn stoltur af því að vera kominn inn í filabeinsturninn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.