Eimreiðin - 01.09.1974, Síða 26
EIMREIÐIN
Á þennan hátt eiga markaðsöflin að tryggja hagkvæmustu
nýtingu fjármagns og vinnuafls, sem hugsanleg er, og þar með
mestu hugsanlega framleiðslu. Framfarir, t. d. ný tækni, auka
í bili arðsemi viðkomandi atvinnugreinar, rétt á meðan verið
er að draga þangað fjármagn frá stöðnuðum atvinnurekstri, en
koma síðan neytendum til góða í lækkuðu vöruverði.3
Samkvæmt þessum hugsunarhætti á ríki, t. d. ísland, um-
fram allt ekki að vernda einstakar framleiðslugreinar gegn er-
lendri samkeppni, t. d. með tollum. Þess í stað á að vernda at-
vinnulifið í heild með réttri gengisskráningu. þ. e. a. s. þeirri
gengisskráningu, sem jafnar gjaldeyristekjur og gjaldeyrisút-
gjöld. Jafnvel þótt útlendar ríkisstjórnir séu svo óupplýstar að
styrkja einhvern óhagkvæman rekstur í sínum löndum og undir-
bjóða þannig íslenzka framleiðslu, t. d. skipasmíði, þá eigum
við bara að vera fegnir að fá ódýr skip. Okkar skipasmíða-
stöðvar yrðu að lækka verðið líka, myndu tapa i nokkur ár og
fara svo á hausinn. Á meðan liefðu okkar hagkvæmustu at-
vinnuvegir eflzt og þjóðin í heild grætt á skiptunum.4
Þó geta aðstæður verið slíkar, jafnvel i draumaþjóðfélagi
frjálshyggjunnar, að markaðsöflin beini fjárfestingu inn á
óarðbærar brautir. Eitt dæmi um slikar aðstæður er það, þeg-
ar arðsamur atvinnurekstur er reistur á auðlind, sem þegar
er fullnýtt. Þetta getur t. d. átt við fiskimið, þegar komið er að
mörkum ofveiði. Þá er svo komið, að aukin sókn borgar sig
ekki, því að aflinn getur ekki aukizt að ráði. Samt getur borg-
að sig í bili fyrir einn útgerðarmann að auka sókn sína; hann
tekur bara aflann frá hinum. Þeir svara þá í sömu mynt, fá
sér stærri skip og betur búin tækjum, og þannig koll af kolli,
þar til arðsemi sjávarútvegs er komin niður í meðallag og hætt
að draga að sér nýja fjárfestingu. Þá er aflinn i bezta falli
litið eitt meiri en hann var, þegar ofveiðin hófst, en eins getur
liann verið orðinn miklu minni, ef veiðarnar eru farnar að
harnla klaki fisksins eða hann er allur tekinn hálfvaxinn.
f þessu dæmi hefur fjárfestingu verið kastað á glæ. f stað
þess að auka framleiðsluna til Iiagsbóta fyrir heildina hefur
hún farið í gagnlausa og jafnvel skaðlega samkeppni. Til að
koma í veg fyrir slíka sóun þarf að gera undantekningu frá
reglum frjálshyggjunnar og grípa fram í fyrir markaðsöflun-
um.
Þetta dæmi má með réttu heimfæra upp á þjóðarbúskap ís-
lendinga. Eins og við vitum eru margar okkar framleiðslu-
greinar smáar í sniðum og heldur dýrar í rekstri miðað við
það, sem bezt gerist erlendis. Þar á móti kemur afburðafram-
270