Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1974, Síða 28

Eimreiðin - 01.09.1974, Síða 28
EIMREIÐIN á um það, hvað eigi að styrkja. Þá kann viðgangur einstakra atvinnugreina að ráðast meira af pólitískum samböndum en af hagkvæmni rekstursins, og afköstum atvinnulífsins er stefnt í hreinan voða.e Þessum stóra galla fylgja aðrir minni. Tollar ýta undir innkaupaferðalög og smygl, og tollamismunun, (sem er víst ómótstæðileg pólitísk freisting, þegar tollar eru á ann- að horð notaðir), leiðir til óhagkvæms vöruvals. Fjármagns- fyrirgreiðslan til vissra alvinnuvega gerir frjáls fjármagnsvið- skipti í öðrum geirum hagkerfisins erfiðari en ella væri og eykur þannig bankastjóravald og spillingu. Stuðningur við al- vinnureksturinn eykur líka skattheimluþörfina og um leið hin skekkjandi áhrif skattakerfisins á atvinnulífið. Ekki er nóg með, að þessi aðferð sé stórgölluð; gallar henn- ar liljóta að verða miklu tilfinnanlegri eftir nokkur ár en þeir hafa verið á liðnum áratugum. Til þess liggja þrjár ástæður. í fyrsta lagi hefur ríkisvaldið, þegar það stendur í því á annað horð að vernda atvinnuvegi, tilhneigingu til að vernda allt, sem einu sinni er komið af stað. Þannig má búast við, að hin skekkjandi áhrif langvarandi ríkisafskipta fari smátt og smátt vaxandi, einkurn þegar verðhlutföll vara á heimsmark- aði breytast ört eins og þau eru einmitt farin að gera nú síð- ustu árin. í öðru lagi nálgast nú sá tími, að við sitjum einir eða næst- um einir að okkar auðugu heimamiðum. Þá hlýtur það að vera skylda íslenzkra stjórnvalda að stöðva alla ofveiði og taka þann fisk, sem miðin gefa af sér, með eins lítilli sókn og hægt er. Útgerð okkar yrði þá miklu hagkvæmari rekstur en nú er. Á hinn bóginn er vafalaust fljótlegt að auka svo skipastól landsmanna að hann nægi til að fullnýta fiskimiðin (ef hann nægir ekki til þess nú þegar). Ágóðatoppurinn, sem flytja þarf úr sjávarútvegi til annarra geira atvinnulifsins, verður þá enn hærri en nú. Ef það væri áfram gert með gengisskattinum, myndi ]>að þýða enn meira frávik frá réttu gengi og enn meiri stuðning við aðrar framleiðslugreinar, og um leið auðvitað enn meiri óæskileg aukaáhrif. í þriðja lagi getur fiskaflinn ekki aukizt nema að vissu marki, jafnvel þótt landhelgin verði 200 mílur, og því marki verður fljótlega náð. Á hinn bóginn mun gjaldeyrisþörf þjóðarinnar halda áfram að vaxa um fyrirsjáanlega framtið vegna fólks- fjölgunar og e. t. v. líka vegna aukins kaupmáttar hvers manns. Því munu aðrar atvinnugreinar en fiskveiðar brátt þurfa að afla mildu stærri hluta gjaldeyristeknanna en nú.7 Engar líkur eru til, að hægt verði í skjótri svipan að drífa upp mikla út-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.