Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1974, Side 34

Eimreiðin - 01.09.1974, Side 34
ÉIMREIÐlN innar samkeppni. Hin bjartsýna — og í aðra röndina óraunsæja —• trú skynsemistefnunnar gömlu á getu upplýstra manna til að hugsa upp og búa til gott samfélag, er aftur á móti einn þáttur í félagshyggju seinni tíma. Saga ráðstjórnarinnar í Ráðstjórnarríkjunum er glöggt dæmi um það, hvernig þessi bjartsýni getur orðið sér til skammar. 7Hér er auðvitað einkum um iðnaðinn að ræða. Jafnvel þótt áfram væri mögulegt að komast af með því móti að flytja aðallega út fisk, en nota iðnaðinn til að framleiða fyrir innlendan markað og spara þannig innflutning, væri hagkvæmara að hafa iðngreinarnar færri og stærri í sniðum og framleiða að nokkru leyti fyrir erlendan markað. Með því móti myndu kostir stórrekstrar nýtast, og hægt væri að nýta hinar mikil- vægu orkulindir landsins í stórum stíl með því að einbeita kröftunum að orkufrekum iðngreinum. 8Þetta er nú þegar gert í nokkrum greinum. Minna má á aðstoð ríkis- ins við markaðsleit erlendis og ekki sízt á útflutningsuppbætur með landbúnaðarvörum. Stuðningurinn kemur stundum eftir krókaleiðum, sem liggja ekki í augum uppi. Til dæmis er ullar- og gæruiðnaðurinn óbeint styrktur með því að banna innflutning kjöts og halda uppi kjötverði til bænda. Fyrir vikið geta bændur selt ull og gærur fyrir miklu lægra verð en þeir þyrftu að fá, ef kjötmarkaður væri frjáls. Þannig má líta á hluta af niðurgreiðslunum á kjöti sem styrk við útflutning ullarteppa og gæru- pelsa! fiÞetta er reyndar kjarninn í hagstjórnarhugmyndum Jónasar Haralz í Eimreiðinni ‘72 og Gunnars Tómassonar í Eimreiðinni 2 ‘74. Þeir hafa einnig á sömu stöðum fjallað um þau atriði sem hér er eftir að nefna, og er samanburður vafalaust fróðlegur fyrir þá, sem fengið hafa áhuga á umræðuefni mínu.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.