Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1974, Page 37

Eimreiðin - 01.09.1974, Page 37
ÉlMREIÐlN eru þó sagðir leggja grundvöll að velmegun annarra með striti sínu. Framangreind dæmi ættu að nægja til að sýna fram á, að ákveðinn hópur manna virðist álíta það skyldu sína að vera eins konar menningarleg fox-sjá samborgaranna, móta smekk þeii-ra á list og bókmenntum og fleiru, og dæma um menn- ingu þeirra, jafnvel án þess að nokkrir aði-ir en hópurinn liafi farið slíks á leit. Smekkur er mjög háður tízkusveiflum enda finnast þess mörg dæmi, t. d. ef gluggað er i bókmenntasögu, að fátt sé nú lesið eftir rithöfunda og skáld, sem menningar- vitar samtíma þeirra liófu til skýjanna og það jafnvel fyrir tiltölulega skömmum tíma. Hin menningai-lega forsjá var mjög í anda talsmanna upplýsingarinnar, til dæmis manna á borð við Jón Espólín og Magnús Stephensen, svo að tekin séu ís- lenzk dæmi. Margir þessara manna litu niður á almenning og menningu hans, en það viðhorf var oft hlandað meðaumkun. Þetta átti, eftir samtímaheimildum að dæma, greiðan aðgang að skólasveinum á 19. öld, sem um skeið a. m. k. nefndu al- múgamann dóna eða kenndu hann til litarháttar svartra sauð- kinda. Ég ætla það verðugt viðfangsefni nemenda á sérskóla- sligi og háskólastigi nú að kanna, hvort þetta viðhorf þekkist enn í þessum skólum, og uppræta það, ef það finnst. Það ætti og að vera takmark sem flestra. í framhaldi af þessu má vekja athygli á því, að síðasta ára- tuginn eða svo lxefur þeim sæmdarmanneskjum Guðrúnu Jóns- dóttur og Jóni Jónssyni stundum verið fundið til foráttu, að þau séu ekki nægilega dugleg við að mynda sér skoðun á liinu og þessu og taka afstöðu til mála, en slíkt hefur verið talið rnjög við hæfi. Jafnvel hefur verið til þess ætlazt, að þau hafi tekið afstöðu til flestra dægurmála, og það þótt slíkt sé tíma- frekt og ærið viðfangsefni eitt, ef það á að vera grundvallað á nokkurri athugun. Samtímis hefur það gerzt, að æ oftast hefur einhver hópur risið upp, er þau Guðrún og Jón hafa látið í ljós skoðun á einhverju viðfangsefni og tjáð þeim, að hér væri um séi-svið hópsins að ræða. Virðist því mjög tekið að sneyðast um þau svið, sem þau Guðrún og Jón hafa mátt fjalla urn án þess að eiga von á athugasemdum af þessu tagi, þ. e. þau beri ekki fullt skynbragð á þessi efni. Vii’ðist heldur lítið samræmi milli þessa og kvartananna, sem getið var um í upphafi þess- arar málsgreinar. * „Strikum yfir stóru orðin, standa við þau minni reynum“, kvað skáldið Hannes Hafstein. Allmargir Islendingar, bæði eldri 281

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.