Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1974, Page 39

Eimreiðin - 01.09.1974, Page 39
EIMREIÐIN Ég segi þér ekki af honum meir, yfir um klungur, fen og leir rennur hann eins og rakki. Þessar vísur úr kvæði, sem talið hefur verið eftir Stefán skáld Ólafsson (en það er nú dregið í efa) hafa flogið mér í hug, þegar ég hef litið á auglýsingar um nýja bíla. Bíllinn hef- ur að verulegu leyti gegnt liinu forna hlutverki hestsins nú síðustu áratugina og væri af því einu ekki kynlegt, þótt híla- salar nútímans liafi tileinkað sér að nokkru sölutækni hesta- kaupmannanna. Hér verður þó ekki farið lengra út í þessa sálma, aðeins vakin atliygli á þvi, að þegar nýr bíll er keypt- ur og seljanda er bent á þá galla, sem kaupandi finnur, þá er svarið oftast á þá lund, að þetta sé komið á skrá og verði bætt, stundum mun reyndar boðinn afsláttur. Ýmsar spurningar vakna varðandi þetta atriði, t. d. hvort tryggingar bæti slikan skaða, en svo hefur mér stundum skilizt. Ef það er rétt, virð- ist eðlilegra og meira í samræmi við hina marglofuðu þjón- ustu við viðskiptavini, að seljandi sýni kaupanda skrá þessa, enda virðist naumast ástæða til að ætla, að seljandi heri hag tryggingafélagsins meira fyrir brjósti en hag viðskiptavinar, nema einhverjir sérsamningar séu milli hans og félagsins um iðgjöld. Hér hlýtur að vera um talsverðar fjárhæðir að ræða, enda ekki ástæða til að ætla, að kaupendur finni alla galla á þeim bíl, sem þeir festa kaup á. 283

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.