Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1974, Blaðsíða 44

Eimreiðin - 01.09.1974, Blaðsíða 44
EIMREIÐIN En nú tekur léttur unglingurinn sér slöðu í vagninum, hann stendur uppi og nýtur þess að halda á fengnum taumunum i liendi sér og kallar þakkarorð til ófúss föður sins. Á meðan eru hinir vængfættu jóar Sólguðsins teknir að hneggja liátt og stend- ur eldur úr vitum þeirra, og þeir stappa með fótunum í grind- urnar, unz Teþys hleypir þeim út, grunlaus um örlög þau, er biðu dóttursonar liennar. Nú stóð þeim opinn hinn gríðarstóri heimur, þeir þutu af stað, fæturnir báru þá um loftið og gegn- um skýin, sem urðu fyrir þeim, vængirnir hófu þá upp, og þeir þutu fram hjá austanvindunum, sem eiga upptök sín á þessum slóðum. En hlassið var létt, og hestar Sólguðsins fundu fljótt, að vagninn var ekki eins og þeir áttu að venjast, því hann liafði ekki þá þyngd, sem hann var vanur að liafa. Líkt og þau skip, er farmlaus fara, lirekjast um hafið og veltast til í öldurótinu, vegna þess að þau eru of létt, þannig tókst vagninn uþp sem tómur væri og hentist til, því þungann vantaði. Hestarnir höfðu ekki fyrr fundið þetta en þeir beygja af hinni troðnu slóð og taka nú aðra stefnu. Sveinninn skelfist injög, hann veit nú hvorki hvernig hann á að handleika taumana, né hvert skal stefna, og jafnvel þótt hann vissi það, gæti hann ekki stýrt heslunum þangað. Þá er sagt, að uxunum sem eru fyrir Plógnum, hafi orðið svo heitt af geislunum, að þeir gerðu tilraun til að kæla sig í hafinu, sem þeir máttu þó ekki, og Höggormurinn, sem er næstur norður- pólnum, áður dofinn af kulda og öllum meinlaus, liilnaði, svo að hann varð óður, sagt er og, Plógmaður, að þú hafir tekið til fótanna, þótt seinn sért í svifum og hafir illa komizt frá plógn- um. , En þegar veslings Faeþoni var litið niður fyrir sig ofan úr loftinu og hann sá löndin óralangt fyrir neðan sig, þá fölnaði hann og hné hans skulfu af ótta, hann fær ofbirtu í augun af sólarljósinu, nú vildi hann gefa mikið fyrir að hafa aldrei kom- ið nálægt vagni föður síns, hann harmar það að hafa nokkurn tima komizt á snoðir um ætterni silt og hafa gerzt svo djarfur að spyrjast fyrir um það, en vildi nú helzt kalla sig son Mer- óps. Hann herst áfram, líkt og skip rekur undan hinum hvassa norðanvindi, þegar stýrimaðurinn hefur sleppt stýrinu og falið sig forsjóninni á vald. Hvað á hann nú lil hragðs að taka? Þólt hann hefði lagt mik- inn hluta himinsins að baki, átli hann þó enn meir eftir ófarið, hann mældi í huganum hvort væri lengra, leit ýmist fram á við til vesturs eða aftur fyrir sig til austurs. Hann veit ekki sitt rjúkandi ráð, og þótt hann sleppi ekki táumnum, megnar hann 288
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.