Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1974, Page 47

Eimreiðin - 01.09.1974, Page 47
ÉIMREIÐIN Og einnig liin miklu fljót fóru ekki varhluta af þessum ósköp- um: Don féll rjúkandi til sjávar, Peneos hinn aldni, og Kaikus, hinn straumharði Ismenos og Erymanþos, Xanþus, sem átti eftir að loga aftur síðar, í Trójustríðinu, og hinn guli Lycormas, Meandros, sem féll í hlykkjum, Melas og Eurotas. Þá logaði hinn babylónski Eufrat, þá logaði Orontes, hinn hraði Þermó- don, Ganges og Fasis og Hister. Alfeus sjóðhitnar og Sperkeifs- bakkar brunnu, gullið í Tajó hráðnaði. Níl var flemtri slegin og flýði til endimarka jarðarinnar, þar huldi hann höfuð sitt, sem er hulið upp frá því, munnarnir sjö urðu að sjö dölum með þurrum árfarvegum á botninum. Eins fór fyrir Hehrosi og Strymó og ánum í vestri Rín, Rón og Pó og eins þér, Tíber, sem var heitið lieimsyfirráðum. Jörðin gliðnaði í sundur, svo að ljósið náði að skína niður um rifurnar niður í Myrkheima, konungi undirheima og drottn- ingu hans til mikillar skelfingar. Hinn mikli útsær skrapp all- ur saman, svo að nú voru þar fjörusandar, er áður hafði verið sjór, það sem áður hafði verið hafsbotn gnæfði nú upp sem háir tindar og Hringeyjar jukust að tölu. Fiskarnir leita til holns, höfrungar þora ekki lengur að stökkva upp í loft og skjóta á sig kryppu eins og þeir eiga annars vanda til, sels- liræjum skýtur upp úr djúpinu og þau fljóta á bakinu i sjón- um. Sagt er að Nereifur sjávarguð, og Dóris og dætur þeirra hafi falizt inni í hellum, sem voru þegar orðnir volgir. Þrem sinnum reyndi Neptúnus að teygja ófrýnan haus sinn og hand- leggi upp úr vatninu, en varð að stinga þeim á kaf jafnoft aftur því hann þoldi ekki liitann. En móðir jörð, sem er umkringd hafi, leit undrandi á svip upp frá vötnunum, sem höfðu lmiprazt saman og leitað skjóls í skauti hinnar hlómlegu móður sinnar, bar höndina upp að cnni sér, slcók sig alla og seig lítið eitt og mælti hásri röddu: »Sé það vilji þinn og ef ég á það skilið, því læturðu þá ekki eldingar þínar dynja yfir mig, þú, sem ert mestur guðanna? Því má ég, sem á að farast af eldi, ekki verða fyrir þínum eldi til að bölið verði þá ekki eins þungbært. Ég fæ vart komið þessum orðum upp, svo er ég þjáð af hitanum —, sjáðu sviðna lokka mína, sjáðu öskuna í augum mínum og yfir allri ásjónu uiinni, er það ávöxtur og laun frjósemi minnar og elju, sem 1>Ú færir mér með þessu, er það þetta, sem ég uppsker fyrir að ftiega þola skurði plóganna og vera ekki látin í friði allan árs- lns hring, ég sem færi búfénu laug og ljúffengt gras til beitar, n>annkyninu aldin og ykkur fórnargjafir. En látum það vera með mig, það má vera, að ég eigi skilið

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.