Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1974, Page 49

Eimreiðin - 01.09.1974, Page 49
ElMRElfolN NARKISSUS Eitt sinn, er Ekkó sá Narkissus á gangi um óbyggðir, þá felldi hún hug til lians og veitti honum eftirför, svo enginn sá. Því nær, sem húu kom að honum, því lieitar brann hún, ekki' ólíkt því, þegar kveikur á kerti tekur að loga, sem er horinn að, livað eftir annað var hún komin að því að hvísla til hans ástarorðum og blíðuhj ali, en kom ekki upp orði sökum þeirrar áráttu sinnar að geta ekki tekið til máls að fyrra bragði. En hún brann í skinninu eftir að gera það, sem í hennar valdi stóð, en það var að heyra hljóð og endurtaka þau síðan með sínum munni. Nú vildi svo íil, að sveinninn hafði orðið viðskila við trygga förunauta sína, og hann kallaði: „Hæ, er einhver þar?“ en þá svaraði Ekkó: „Einhver þar.“ Hann vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, en svipast um og kallar hárri röddu: „Komdu!“ og Ekkó svarar með sama orðinu. En þegar enginn kemur fram, sá segir hann: „Hví forðastu mig?“ en heyrir enduróma sömu orðin og hann hafði mælt. Hann leggur þó enn við hlust- irnar, blekktur af því, sem liann laldi orð einhvers annars. Nú kallar hann: „Hittu mig!“ og Ekkó svarar: „Hittu mig!“ — og þau orð komu frá lijartanu. En þegar hún hlýðir þessu og kemur hlaupandi fram úr skógarþykkninu og hyggst leggja hendurnar um hálsinn, sem lienni var svo kær, þá vildi sveinn- inn eklci þýðast liana, en sleit sig lausan úr faðmi dísarinnar. „Fyrr vil ég detta niður dauður en að ég þýðist þig!“ sagði liann, en hún endurlók af þessum orðum aðeins þetta: „Ég þýðist þig!“ Hin smáða dís faldi sig í skóginum og liyrgði iirygga ásjónu sína með laufblöðum og eftir það hafðist hún við í helli einum fjarri mannabyggðum. En ástin kulnaði ekki, heldur magnað- ist við það að verða ekki endurgoldin, þráin hélt fyrir lienni vöku, og hún tærðist upp og varð ekki annað en skinin beinin, því allur æskublcmi hennar hvarf sem dögg fyrir sólu. Loks varð ekki annað eftir af henni en röddin, því beinin urðu að steinum, að því er sagt er. Upp frá því felst hún í skóg- inum og sést livergi, en heyrist alls staðar, því það er rödd hennar, sem lifir. Þannig lék Narkissus hana og aðrar dísir, hvort heldur þær voru vatnadísir eða fjalladísir, og eins hafði hann áður leikið þá karlmenn, er lögðu ást á hann. Loks hóf ein dísin liendur

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.