Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1974, Page 50

Eimreiðin - 01.09.1974, Page 50
ÉIMREIÐlhl sínar til himins og bað, að Narkissus mætti verða fyrir því að elska án þess að ást lians yrði endurgoldin. Þetta fór ekki fram hjá Nemesis og hún bænheyrði dísina. Þar í skóginum var lind ein silfurtær og glampaði á yfirborð hennar, hvorki hjarðsveinar né geilur af fjalli eða annar fén- aður áttu leið þar hjá, og hún gáraðist aldrei af völdum fugla eða skógardýra né af því, að trjágreinar hryndu í vatnið. 1 kringum lindina var graslendi, og þar var gróðursælt vegna rakans, og há tré veittu skjól fyrir geislum sólarinnai’. Hér har nú að Narkissus, sem var lémagna af þreytu eftir önn veiðinnar og af liitanum, og hann kraup þar niður, því honum gazt vel að staðnum, bæði salcir fegurðar hans og sakir lindarinnar. En er hann laut fram fyrir sig til að svala þorst- anum, þá greip hann annar þorsti, og meðan hann drekkur, verður liann hugfanginn af myndinni, sem hann sér í vatn- inu, hann ann líkamlausri tálmynd, hann hyggur það líkama, sem er svipur einn. Honum verður starsýnt á sjálfan sig, hann mænir fram fyrir sig lireyfingarlaus, líkur mynd úr marinara. Hann leggst á bakkann og horfir á skær augu sin og lokkana, sem vel hefðu sæmt hæði Bakkusi og Apolló, á mjúka vanga sina og fíla- beinslitan hálsinn, blómlegan munninn og roðann, sem lék um mjallhvítt hörund lians, hann starir undrunaraugum á allt það, sem gerir hann sjálfan svo undurfríðan. Hann girnist sjálfan sig án þess að gera sér það ljóst, það er hinn sami, sem bæði hrífst og hrífur, sá, sem þráir, er um leið sá, sem velcur þrána, hann kveikir og logar í senn. Hver gæti ialið þá brennheitu kossa, sem hann gaf hinum svikula vatnsfleti! Og hversu oft skyldi hann liafa teygt handleggi sína niður í vatnið eftir hálsinum, sem hann sá þar, en greip jafn- an í tómt! Hann veit ekki, livað liann er að horfa á, en brennur af þrá til þess, sem hann liorfir á. Blekkingin, sem svíkur aug- un, gleður þau um leið. Einfeldningur, þú ætlar þér þó ekki að handsama sýn þína? Það sem þú eltir, er ekki neins staðar, það sem þú annt, hverfur þér, ef þú snýrð þér við. Þetta sem þú eygir, er ekki nema endurspeglaður svipur, hann er ekkert í sjálfu sér, en eltir þig, hvert sem þú ferð, hann hverfur héð- an burt með þér, ef þú kemst þá nokkurn tíma burt. En hvorki þörf fyrir mat né hvíld gat fengið hann til að slíta sig burt frá staðnuin, heldur lá hann þarna í þéttu grasinu og horfði óseðj- andi augum á tálmyndina, augu hans leiddu hann í glötun. Hann reis upp við dogg og teygði útrétta armana mót skógun- um í kring: „Segið méi, ó, skógar,“ hrópaði hann. „Ilafið þið 294

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.