Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1974, Page 52

Eimreiðin - 01.09.1974, Page 52
EIMREIÐIN nokkurn tíma séð mann í öðrum eins ástarraunum? En þið vit- ið íiiargt og liafið veitt mörgum skjól til leynifunda. Hafið þið á ykkar langa aldri horft á mann þola aðrar eins liörmungar, þið sem liafið líf aldanna að baki? Ég er hrifinn og sé, en það, sem ég sé og er hrifinn af, get ég hvergi fundið, slíkum blekk- ingum er ást mín haldin. Og kvöl mín er sízt minni fyrir það, að ekki er á milli olckar haf eða langur vegur, fjöll eða luktir borgarmúrar. Það er lítið vatn, sem skilur okkur að, hann, sem í því er, þráir sjálfur faðmlag mitt. Því hvenær sem ég her munninn af vatnsfletinum til að kyssa hann, þá teygir hann sig upp til móts við mig með sinn munn. Það mætti lialda, að mér ætti ekki að veitast erfitt að snerta hann, því ekki er bilið langt milli elskendanna. Hver sem þú ert, komdu fram! Hví ginnir þú mig svo, kynja- strákur? Hvert ferðu, þegar ég teygi mig eftir þér? Það gelur ekki verið útliti mínu eða aldri að lcenna, að þú fælist mig, margar dísir liafa unnað mér hugástum. Og ekki sýnist mér annað á svip þínum en að þú þekkist mig, þegar ég breiði út faðminn á móti þér, þá breiðir þú út þinn faðm á móti. Þegar ég brosi, þá brosir þú einnig til min, ég hef líka séð tár glampa í augum þínum. þegar ég felli tár, og þú gefur mér oft merki með því að kinka kolli til mín. Og ef marka má af því, hvern- ig munnur þinn hreyfist, þá mælir þú orð, sem ekki nú hlust- um mínum. Þú ert enginn annar en ég sjálfur! Ég sé það, ég get ekki villzt á mynd sjálfs mín. Ég hrenn af ást lil mín, ég kveiki log- ann og loga sjálfur. Hvað get ég gert? Á ég að láta ávarpa mig eða ávarpa sjálfur? Og hvernig á ég þá að haga ávarpi mínu? Ég girnist það, sem hluti af mér sjálfum, ofgnótt mín gerir mig að þurfamanni. Ó, ég vildi, að ég gæti sagt skilið við þennan líkama okkar! Það er nýtt, að elskandi skuli óska eins og ég: ég vildi, að það, sem við elskum, hyrfi. Nú dregur kvölin úr mér máttinn, nú á ég ekki langt eftir ólifað, ég kemst ekki lil fullorðinsára. Dauðinn er mér ekki þungbær, því hann leysir mig undan þjáningunum. En ég vildi, að sá sem ég elska, yrði langlífari. Nú gefum við upp öndina háðir í einu.“ Er hann hafði þetta mælt, sneri hann sér aftur að spegil- myndinni örvinglaður og tár lians gáruðu vatnsflötinn, þannig að myndin hreyfðist og varð óslcýr. Þegar sveinninn sá hana liverfa, hrópaði hann: „Hvert ertu að fara? Bíddu við, vertu ekki svo harðhrjósta að skilja unnusta þinn eftir einan. Leyfðu mér þó að liorfa á það, sem ég má ekki snerta, svo þetta ill® liugarfár mitt fái einhverja svölun.“ í kvöl sinni flettir liann 296

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.