Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1974, Page 53

Eimreiðin - 01.09.1974, Page 53
EIMREIÐIN sig klæðum og ber á nakið brjóst sitl með marmarahvítum hnefum. Við það kemur fram léttur roði á brjósti bans, ekki ósvipað því, þegar epli eru ljós á annarri bliðinni en rauð á binni, eða líkt og í vínberjaklasa, sem ekki hefur náð þroska, þar sem sum berin liafa fengið purpuralit. En er Narkissus sá þelta í vatninu, sem var nú aftur orðið slétl sem spegill, þá var lionum öllum lokið, og svo sem vax bráðnar af léttum eldi og klaki lej^sist upp af yl sólarinnar, þannig bráðnaði hann af ást og tærðist upp smám saman af innibyrgðum eldi. Þá hvarf roð- inn af björtu börundi bans, honum þvarr máttur og megin, og fegurð lians bliknaði, sá líkami, sem Ekkó liafði unnað svo mjög, varð ekki nema svipur lijá sjón. En hún fylgdist með þessu öllu, og þótt bún bæri enn þung- an hug til lians og myndi honum allt, þá tók hana sárt til hans, og hvenær sem veslings sveinninn stundi „Óhó!“ þá heyrðist í benni: „Óhó!“ Og þegar hann barði sér á brjóst með báðum höndum, þá glumdu við högg frá henni. Síðustu orðin, senv hann mælti, er hann leit niður í vatnið aftur, voru þessi: „Ó, drengur, sem ég unni illu lieilli!“ og þau sömu orð lieyrðust enduróma.Og er hann sagði: „Vertu sæll!“ bá kvað Ekkó einn- ig við: „Vertu sæll!“ Nú lagði hann þreytt böfuð sitt niður í grænt grasið, nótt huldi sjónirnar, sem áður böfðu dáðst svo mjög að fegurð eig- anda sins. Og enn borfði bann á sjálfan sig, eftir að hann var kominn niður til undirbeima, þar sem mynd bans speglaðist í Stýgsfljóti, þá syrgðu systur hans, vatnadísirnar, hann og skáru bár sitt til að leggja á gröf bróður síns, skógardísir grétu bann og, og Ekkó lét enduróma harmkvein þeirra. Meðan verið var að undirbúa útför hans: hlaða bálköst, hrista blysin og bera fram líkbörur, þá fóru menn að vitja liksins, en það fannst þá hvergi. I stað þess fundu menn blóm eitt með gulri krónu og hvítum blöðum í kring. (Kristján Árnason þýddi úr latínu).

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.