Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1974, Page 63

Eimreiðin - 01.09.1974, Page 63
ÉIMREIÐlN JÓN HAKON MAGNÚSSON Detente - ímyndun eða raunveruleiki? Er orðið „detente“* tízkuorð heimsmálanna eða lykillinn að varanlegum heimsfriði? Þetta er sennilega spurning, sem marg- ir velta fyrir sér, enda hefur orðið „detente“ verið mikið notað i skrifum fjölmiðla um alþjóðamál undanfarin ár. Það má raunar segja, að „detente“ hafi orðið fleygt (í heimsmálunum) eftir að samvinna Richards M. Nixons, fyrrum Bandaríkjafor- seta, og Leonids Brésnéfs, aðalritara sovézka kommúnista- flokksins hófst fyrir alvöru til að hæta samhúð risaveldanna. Nixon fór fyrst til Moskvu, þar sem hann ræddi við Brésnéf um tilraunir stórveldanna til að bæta sambúð austurs og vest- urs með það fyrir augum að draga úr viðsjám á alþjóðavett- vangi og tryggja þannig varanlegan frið í heiminum. Viðræður leiðtoganna um „detente“ héldu áfram, þegar Brésnéf fór skömniu síðar í fyrsta sinn í opinbera heimsókn til Bandaríkj- anna. Árangur fundanna var mikill, og fle.si benti til þess, að „detente“ væri að verða að raunveruleika og skammt væri að bíða varanlegs heimsfriðar. Eitt síðasta verk Nixons, áður en hann varð að biðjast lausnar vegna Watergatemálsins, var að fara í annað sinn í heimsókn til Moskvu til enn frekari viðræðna um þetta mikilvæga mál. Gerald Ford, Bandaríkjaforseti, fór *„Detente“ er franskt orð sem þýðir „batnandi sambúð“ í alþjóðamálum.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.